Félagsmiðstöð fyrir aldraða
Málsnúmer 0802070
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 423. fundur - 21.02.2008
Lagður fram til kynningar undirskriftarlisti 206 íbúa sveitarfélagsins, fimmtíu ára og eldri, þar sem farið er í fullri vinsemd fram á það að bygging félagsmiðstöðvar fyrir aldraða verði hafin svo fljótt sem verða má sunnan við Heilsugæslu Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 222. fundur - 26.02.2008
Lagt fram á 222. fundi sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson VG lagði fram bókun:
"Undirritaður vill færa til bókar að hann telji rétt að tilmæli á þriðja hundrað íbúa, 50 ára og eldri, varðandi byggingu félagsmiðstöðvar fyrir aldraða á lóð við Heilsugæslu Skagafjarðar, verði tekin til skoðunar."
Páll Dagbjartsson lagði fram bókun sveitarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Hugmyndin að "Húsi frítímans" kom fyrst fram á miðju síðasta kjörtímabili. Þá var samstaða um það í sveitarstjórn að byggja upp félagsmiðstöð sem gæti þjónað bæði ungu fólki og eldri borgurum. Með því móti næðist fram veruleg rekstrarhagræðing.
Meirihluti núverandi sveitarstjórnar ákvað að kaupa Hegrahúsið við Sæmundargötu til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Ekki liggur enn fyrir endanleg kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra endurbóta. Húsnæðið er takmörkunum háð og mun aldrei geta hýst allt félagsstarf sem fram fer hjá unglingum og eldri borgurum. Eftir sem áður verður einhver starfsemi vistuð annars staðar. Engu að síður verður um byltingu að ræða fyrir Félagsmiðstöðina Frið og margt nýtt verður í boði fyrir unglinga.
Við sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins teljum að reynsla verði að fást af þeirri tilraun sem þegar hefur verið ákveðin áður en ákvarðanir verða teknar um frekari uppbyggingu félags- og tómstundahúsnæðis í sveitarfélaginu. Við hörmum að ekki hefur tekist að vinna að þessu máli í sátt við Félag eldri borgara í Skagafirði.
Við væntum þess að vel takist til um þau áform sem þegar eru komin til framkvæmda og að sem flestir, ungir og aldnir, fái óskir sínar uppfylltar. Í ljósi reynslunnar verður metið hvort og hvernig staðið verður að frekari uppbyggingu og úrbótum á félagsaðstöðu eldri borgara og unglinga í Skagafirði."
Bjarni Jónsson VG lagði fram bókun:
"Undirritaður vill færa til bókar að hann telji rétt að tilmæli á þriðja hundrað íbúa, 50 ára og eldri, varðandi byggingu félagsmiðstöðvar fyrir aldraða á lóð við Heilsugæslu Skagafjarðar, verði tekin til skoðunar."
Páll Dagbjartsson lagði fram bókun sveitarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Hugmyndin að "Húsi frítímans" kom fyrst fram á miðju síðasta kjörtímabili. Þá var samstaða um það í sveitarstjórn að byggja upp félagsmiðstöð sem gæti þjónað bæði ungu fólki og eldri borgurum. Með því móti næðist fram veruleg rekstrarhagræðing.
Meirihluti núverandi sveitarstjórnar ákvað að kaupa Hegrahúsið við Sæmundargötu til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Ekki liggur enn fyrir endanleg kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra endurbóta. Húsnæðið er takmörkunum háð og mun aldrei geta hýst allt félagsstarf sem fram fer hjá unglingum og eldri borgurum. Eftir sem áður verður einhver starfsemi vistuð annars staðar. Engu að síður verður um byltingu að ræða fyrir Félagsmiðstöðina Frið og margt nýtt verður í boði fyrir unglinga.
Við sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins teljum að reynsla verði að fást af þeirri tilraun sem þegar hefur verið ákveðin áður en ákvarðanir verða teknar um frekari uppbyggingu félags- og tómstundahúsnæðis í sveitarfélaginu. Við hörmum að ekki hefur tekist að vinna að þessu máli í sátt við Félag eldri borgara í Skagafirði.
Við væntum þess að vel takist til um þau áform sem þegar eru komin til framkvæmda og að sem flestir, ungir og aldnir, fái óskir sínar uppfylltar. Í ljósi reynslunnar verður metið hvort og hvernig staðið verður að frekari uppbyggingu og úrbótum á félagsaðstöðu eldri borgara og unglinga í Skagafirði."