Fara í efni

Þriggja ára áætlun 2009-2011

Málsnúmer 0802078

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 424. fundur - 28.02.2008

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti til fyrri umræðu, þriggja ára áætlun sveitarfélagins fyrir tímabilið 2009-2011. Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til sveitarstjórnar til fyrri umræðu á aukafundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 4. mars nk., kl. 15:00.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 223. fundur - 04.03.2008

- Fyrri umræða -

Í fjarveru sveitarstjóra skýrði Gunnar Bragi Sveinsson Þriggja ára áætlun 2009-2011.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Forseti Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir gerir þá tillögu að þriggja ára áætlun verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 425. fundur - 05.03.2008

Þriggja ára áælun lögð fram til síðari umræðu. Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.