Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Staða, stefna og næstu skref í háskólamálum í Skagafirði.
Málsnúmer 0802102Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs kom rektor Háskólans á Hólum ásamt fylgdarliði til að ræða stöðu, stefnu og næstu skref í háskólamálum í Skagafirði m.a. vegna fyrirhugaðrar heimsóknar nefndar ríkisstjórnar um málefni Hólaskóla á næstunni. Einnig sat fundinn undir þessum lið Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.
Véku þau síðan af fundi.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með nefnd ríkisstjórnarinnar um Hólaskóla og felur sveitarstjóra að skrifa nefndinni.
2.Þriggja ára áætlun 2009-2011
Málsnúmer 0802078Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri fór yfir og kynnti til fyrri umræðu, þriggja ára áætlun sveitarfélagins fyrir tímabilið 2009-2011.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til sveitarstjórnar til fyrri umræðu á aukafundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 4. mars nk., kl. 15:00.
3.Umsókn um byggingarleyfi á lóð Skagasels
Málsnúmer 0802085Vakta málsnúmer
Sigrún Marta Gunnarsdóttir húsvörður Skagasels sækir um í eigin nafni, um leyfi til eignasjóðs um að reisa eitt eða fleiri gestahús á lóð Skagasels.
Eignasjóður samþykkir fyrir sitt leiti með fyrirvara um samþykki skipulags- og bygginganefndar að húsið eða húsin verði sett niður á land félagsheimilisins enda verði hægt að fjarlægja þau ef svo ber undir.
4.Fasteignagjöld Flugu hf 2008
Málsnúmer 0802052Vakta málsnúmer
Erindi frá Flugu hf. þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til greiðslu álagðs fasteignaskatts árins 2008.
Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu.
5.Samningur um akstur heimsending matar
Málsnúmer 0802035Vakta málsnúmer
Vísað frá félags- og tómstundanefnd.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
6.Samningur um akstur Dagvist aldraðra
Málsnúmer 0802034Vakta málsnúmer
Vísað frá félags- og tómstundanefnd.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
7.Niðurgreiðsla dagvistar barna á einkaheimilum
Málsnúmer 0801062Vakta málsnúmer
Vísað frá félags- og tómstundanefnd.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
8.Ferðaþjónustan Bakkaflöt, rekstrarleyfi, umsagnarbeiðni
Málsnúmer 0802103Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 12:20.