Fara í efni

Lagabreytingar v. EES-samnings, 524. mál - frumv.

Málsnúmer 0804076

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 133. fundur - 18.04.2008

Breytingar á reglum um innflutning á hráu kjöti. Ályktun Landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna innflutnings á kjöti: Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum vegna frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á undanþágum frá I.kafla I. viðauka við EES samninginn og innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins. Frumvarpið felur í sér frjálsan innflutning á matvælum, meðal annars óunnu kjöti. Enginn vafi er á að þessi breyting mun koma kjötmarkaði hér á landi í mikið uppnám og verulegar líkur eru á neikvæðum áhrifum á íslenskan landbúnað og matvælaiðnað. Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á sérstöðu íslenskrar búvöruframleiðslu, hér er lyfjanotkun lítil, heilbrigði búfjár gott og eftirlit með matvælum frá bónda til neytenda öflugt. Allt þetta hefur verið byggt upp og viðhaldið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Ekki kemur fram hvernig koma eigi til móts við þær neikvæðu afleiðingar sem frumvarpið mun augljóslega hafa á íslenskan landbúnað og úrvinnslu afurða, né hvernig tryggja megi að neytendur fái áfram íslenskar gæðavörur á sem hagstæðustu verði. Landbúnaðarnefnd leggur því til að frumvarpinu verði frestað þar til mótvægisaðgerðir við afleiðingum lagasetninar af þessum toga liggi fyrir. Einnig að tryggja verði fjármuni til að allar búvörur á markaði hérlendis verði merktar sínu upprunalandi og að kröfur til innfluttra búvara verði þær sömu og gerðar eru til innlendra framleiðenda í dag. Einar E. Einarsson (sign) Ingibjörg Hafstað (sign) Sigríður Björnsdóttir (sign) Breytingar á dýralæknaumdæmum: Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru í umræddu frumvarpi og snúa að dýralæknaþjónustu vill Landbúnaðarnefnd bóka eftirfarandi: Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir áhyggjum sínum vegna þess niðurskurðar sem fyrirhugaður er á fjármagni ríkisins til dýralæknaþjónustu á landsbyggðinni. Telur nefndin að þessi niðurskurður muni bæði leiða til verulegrar hækkunar á þjónustugjöldum starfandi dýralækna og til lakari þjónustu á strábýlli svæðum. Nefndin telur því að núverandi vaktagreiðslu fyrirkomulag til sjálfstætt starfandi dýralækna eigi að vera óbreytt. Einar E. Einarsson (sign) Ingibjörg Hafstað (sign) Sigríður Björnsdóttir (sign)

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 431. fundur - 23.04.2008

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, 524. mál, EES-reglur, breyting ýmissa laga. Einnig lögð fram ályktun 133. fundar landbúnaðarnefndar frá 18. apríl sl.
Byggðarráð tekur undir ályktun landbúnaðarnefndar og ítrekar sérstaklega við sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis að afgreiðslu málsins verði frestað á meðan farið er yfir málið með hagsmunaaðilum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðsla 431. fundar byggðarráðs staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðsla 133. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.