Úttekt á leikvöllum á Sauðárkróki
Málsnúmer 0804111
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 28. fundur - 30.04.2008
Í byrjun apríl fóru þau Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar í árlega vorskoðun á leikvelli og leiksvæði á Sauðárkróki. Kynntu Helga og Ingvar ástand og stöðu þeirra mála.
Ástand valla er mismunandi, sumir góðir. Leiksvæði er mörg, alls eru 15 opin leiksvæði á Sauðárkróki. Tæknideild falið að koma með aðgerðaráætlun fyrir næsta fund þar sem metið verði hvaða velli skuli leggja áherslu á og hvort loka eigi einhverjum svæðum. Samþykkt að skoða að fjarlægja sandkassa af róluvöllum. Erfiðlega gengur að halda sandkössum hreinum vegna ágangs hunda og katta.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008
Bjarni Jónsson lagði fram tillögu:
?Gerð verði sambærileg úttekt á leikvöllum annarsstaðar í héraðinu með tilliti til þess hvar úrbóta kunni að vera þörf.?
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 28. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
?Gerð verði sambærileg úttekt á leikvöllum annarsstaðar í héraðinu með tilliti til þess hvar úrbóta kunni að vera þörf.?
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 28. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.