Fara í efni

Umdæmisþing Kiwanis á Íslandi 2008

Málsnúmer 0804120

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 432. fundur - 30.04.2008

Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey þar sem klúbburinn óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins sem nemur kostnaði við að leigja Íþróttahúsið á Sauðárkróki undir lokahóf vegna 38. umdæmisþings Kiwanis á Íslandi og Færeyjum sem haldið verður á Sauðárkróki 30. maí - 1. júní nk.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008

Afgreiðsla 432. fundar byggðarráðs staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 437. fundur - 05.06.2008

Málið áður á dagskrá 432. fundar byggðarráðs. Byggðarráð tók jákvætt í erindið og sveitarstjóra falið að að ræða við hlutaðeigandi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja þinghaldara um ígildi húsaleigu fyrir þingið í Íþóttahúsinu á Sauðárkróki. Fjármagn tekið af fjárhagslið 21890.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008

Afgreiðsla 437. fundar byggðarráðs staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar 24.06.08 með níu atkvæðum.