Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Samþykktir sveitarfélagsins.
Málsnúmer 0804096Vakta málsnúmer
2.Borgarmýri 5a, endurupptaka fasteignamats
Málsnúmer 0804073Vakta málsnúmer
Eigandi Borgarmýrar 5a, Loðskinn ehf hefur óskað eftir endurupptöku fasteignamats eignarinnar. Lagður fram rökstuðningur Fasteignamats ríkisins frá 11. mars sl. fyrir ákvörðun um lækkun fasteignamatsins pr. 31.12.2007.
Byggðarráð samþykkir að að kæra úrskurð Fasteignamats ríkisins vegna Borgarmýrar 5a til Yfirfasteignamatsnefndar og felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að fylgja málinu eftir.
Byggðarráð samþykkir að að kæra úrskurð Fasteignamats ríkisins vegna Borgarmýrar 5a til Yfirfasteignamatsnefndar og felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að fylgja málinu eftir.
3.Borgarmýri 5, endurupptaka fasteignamats
Málsnúmer 0804072Vakta málsnúmer
Eigandi Borgarmýrar 5, Loðskinn ehf hefur óskað eftir endurupptöku fasteignamats eignarinnar. Lagður fram rökstuðningur Fasteignamats ríkisins frá 11. mars sl. fyrir ákvörðun um lækkun fasteignamatsins pr. 31.12.2007.
Byggðarráð samþykkir að að kæra úrskurð Fasteignamats ríkisins vegna Borgarmýrar 5 til Yfirfasteignamatsnefndar og felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að fylgja málinu eftir.
Byggðarráð samþykkir að að kæra úrskurð Fasteignamats ríkisins vegna Borgarmýrar 5 til Yfirfasteignamatsnefndar og felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að fylgja málinu eftir.
4.Skólagata 1, Hofsósi
Málsnúmer 0804054Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Gretti, Hofsósi þar sem óskað er eftir breytingum á þinglýstum eignaskiptasamningi milli Brunavarna Skagafjarðar og Björgunarsveitarinnar Grettis um Skólagötu 1 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
5.Söngskóli Alexöndru
Málsnúmer 0803042Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi sem vísað var frá 37. fundi fræðslunefndar og 226. fundi sveitarstjórnar. Erindið varðar styrkbeiðni frá Söngskóla Alexöndru.
Fjárheimild Byggðarráðs leyfir ekki þá styrkupphæð sem Fræðslunefnd leggur til. Meirihluti byggðaráðs samþykkir að veita Söngskóla Alexöndru styrk að upphæð kr. 60.000 á mánuði frá 1. janúar til og með 30. júní 2008 sem nemur kennslu 12 nemenda í fullu námi með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn er veittur vegna þeirra nemenda er hófu nám hjá Alexöndru í Tónlistarskóla Skagafjarðar í haust og fylgdu kennara sínum er hún hóf störf á nýjum stað. Ekki verður um aðrar styrkveitingar að ræða þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður rekur metnaðarfulla tónlistarkennslu í Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Jafnframt óskar meirihluti byggðaráðs eftir upplýsingum um fjölda nemenda í söngnámi við söngdeild Tónlistarskóla Skagafjarðar og lýsir vilja til að styrkja söngdeildina með svipuðum hætti.
Páll Dagbjartsson greiðir atkvæði á móti styrkveitingunni og leggur fram bókun:
"Afstaða mín byggist á því grundvallaratriði að sveitarfélagið eigi ekki að styrkja einkakennslu á tónlistarsviði á meðan það rekur tónlistarskóla."
Gísli Árnason leggur fram einnig fram bókun:
"Sveitarfélögin í Skagafirði hafa um árabil haldið úti metnaðarfullu tónlistarnámi í Skagafirði, enda söng- og tónlistarlíf með miklum blóma í héraðinu frá fornu fari. Mjög mikilvægt er að stuðningur við skóla í einkaeign skerði á engan hátt möguleika Tónlistarskóla Skagafjarðar til áframhaldandi þjónustu við íbúa sveitarfélagsins."
Fjárheimild Byggðarráðs leyfir ekki þá styrkupphæð sem Fræðslunefnd leggur til. Meirihluti byggðaráðs samþykkir að veita Söngskóla Alexöndru styrk að upphæð kr. 60.000 á mánuði frá 1. janúar til og með 30. júní 2008 sem nemur kennslu 12 nemenda í fullu námi með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn er veittur vegna þeirra nemenda er hófu nám hjá Alexöndru í Tónlistarskóla Skagafjarðar í haust og fylgdu kennara sínum er hún hóf störf á nýjum stað. Ekki verður um aðrar styrkveitingar að ræða þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður rekur metnaðarfulla tónlistarkennslu í Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Jafnframt óskar meirihluti byggðaráðs eftir upplýsingum um fjölda nemenda í söngnámi við söngdeild Tónlistarskóla Skagafjarðar og lýsir vilja til að styrkja söngdeildina með svipuðum hætti.
Páll Dagbjartsson greiðir atkvæði á móti styrkveitingunni og leggur fram bókun:
"Afstaða mín byggist á því grundvallaratriði að sveitarfélagið eigi ekki að styrkja einkakennslu á tónlistarsviði á meðan það rekur tónlistarskóla."
Gísli Árnason leggur fram einnig fram bókun:
"Sveitarfélögin í Skagafirði hafa um árabil haldið úti metnaðarfullu tónlistarnámi í Skagafirði, enda söng- og tónlistarlíf með miklum blóma í héraðinu frá fornu fari. Mjög mikilvægt er að stuðningur við skóla í einkaeign skerði á engan hátt möguleika Tónlistarskóla Skagafjarðar til áframhaldandi þjónustu við íbúa sveitarfélagsins."
6.Aðalfundarboð Flugu hf
Málsnúmer 0804119Vakta málsnúmer
Lagt fram boð um aðalfund Flugu hf 7. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fari með atkvæði Sveitarfél. Skagafjarðar á aðalfundi Flugu hf.
Jafnframt samþykkir byggðarráð að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Páll Dagbjartsson verði tilnefnd sem aðalfulltrúar sveitarfélagsins í stjórn og til vara Gunnar Bragi Sveinsson og Gunnar Rögnvaldsson.
Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fari með atkvæði Sveitarfél. Skagafjarðar á aðalfundi Flugu hf.
Jafnframt samþykkir byggðarráð að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Páll Dagbjartsson verði tilnefnd sem aðalfulltrúar sveitarfélagsins í stjórn og til vara Gunnar Bragi Sveinsson og Gunnar Rögnvaldsson.
7.Umdæmisþing Kiwanis á Íslandi 2008
Málsnúmer 0804120Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey þar sem klúbburinn óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins sem nemur kostnaði við að leigja Íþróttahúsið á Sauðárkróki undir lokahóf vegna 38. umdæmisþings Kiwanis á Íslandi og Færeyjum sem haldið verður á Sauðárkróki 30. maí - 1. júní nk.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi.
8.Þjóðlendukröfur
Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar breyting á kröfugerð ríkisins á svæði 7. Felst breytingin í því að Akrahreppi er skipt upp á milli nyrðri og syðri hluta umfjöllunarsvæðis 7. Nú er unnið með syðri hluta svæðis 7 og ekki vitað hvenær nyrðri hlutinn kemur til umfjöllunar.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Afgreiðslu frestað.