Fara í efni

Merki Grunnskólans austan Vatna

Málsnúmer 0805064

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 38. fundur - 19.05.2008

Merki Grunnskólans austan Vatna. Lagðar fram tvær tillögur A og B. Tillaga A hefur Þórðarhöfðann sem meginstef og þrjá stuðla sem vísa til skólanna. Tillaga B er með þrjár öldur sem merkja skólana og ör sem vísar til norðurs og afmarkar öldurnar austan megin til að staðsetja skólann austan Vatna. Í kosningu meðal nemenda hlaut tillaga A 2/3 atkvæða, meðal starfsmanna hlaut tillaga B 12 atkvæði en tillaga A 11 atkvæði. Í valnefnd um merki skólans hlaut tillaga B 5 atkvæði en tillaga A 4 atkvæði. Fræðslunefnd samþykkir tillögu valnefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008

Afgreiðsla 38. fundar fræðslunefndar staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.