Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Merki Grunnskólans austan Vatna
Málsnúmer 0805064Vakta málsnúmer
Merki Grunnskólans austan Vatna. Lagðar fram tvær tillögur A og B. Tillaga A hefur Þórðarhöfðann sem meginstef og þrjá stuðla sem vísa til skólanna. Tillaga B er með þrjár öldur sem merkja skólana og ör sem vísar til norðurs og afmarkar öldurnar austan megin til að staðsetja skólann austan Vatna. Í kosningu meðal nemenda hlaut tillaga A 2/3 atkvæða, meðal starfsmanna hlaut tillaga B 12 atkvæði en tillaga A 11 atkvæði. Í valnefnd um merki skólans hlaut tillaga B 5 atkvæði en tillaga A 4 atkvæði. Fræðslunefnd samþykkir tillögu valnefndar.
2.Fyrirspurn, skólaganga, fósturbörn
Málsnúmer 0801059Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla frá Umboðsmanni barna um skólagöngu fósturbarna dagsett í apríl 2008.
3.Skóladagatöl leikskólanna 2008 - 2009
Málsnúmer 0805065Vakta málsnúmer
Lögð fram skóladagatöl leikskólanna. Fræðslunefnd samþykkir dagatölin eins og þau eru lögð fyrir.
4.Sameining leikskólanna á Sauðárkróki
Málsnúmer 0805066Vakta málsnúmer
Sameining leikskólanna á Sauðárkróki. Á fundi Fræðslunefndar þann 29. október 2007 voru lagðar fyrir tillögur starfshóps um skipulag Leikskólamála á Sauðárkróki. Á fundinum var samþykkt að sameina leikskólana á Sauðárkróki undir eina stjórn og að leikskólarnir yrðu aldursskiptir. Sú ákvörðun var staðfest í sveitarstjórn 13. nóvember 2007. Rætt um undirbúning verkefnisins og samþykkt að skipa starfshóp í haust til að undirbúa áður samþykktar breytingar.
5.Gjaldskrá Tónlistarskóla
Málsnúmer 0805067Vakta málsnúmer
Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Frestað til næsta fundar.
6.Ungt fólk 2007 Framhaldsskólanemar, rannsókn
Málsnúmer 0805011Vakta málsnúmer
Erindi frá menntamálaráðuneytinu. Rannsóknin ? Ungt fólk 2007, framhaldsskólanemar ? lagt fram til kynningar. Skýrsluna má finna á vef menntamálaráðuneytisins http://www.menntamalaraduneyti.is/nyrit/nr/4535 .
7.Heilsustefna Íslendinga
Málsnúmer 0805035Vakta málsnúmer
Erindi frá heilbrigðisráðineytinu, Drög að heilsustefnu, dagsett 7. maí 2008. Vísað til Fræðslunefndar frá Byggðarráði 15. maí sl. Fræðslunefnd ályktar eftirfarandi: Drög að heilsustefnu heilbrigðisráðuneytisins er jákvætt skref í fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum. Þau atriði sem snúa að sveitafélögunum og skólunum eru í samræmi við það sem þegar er í gangi í sveitarfélaginu og því sem stefnt er að í drögum að skólastefnu sveitarfélagins og tekur nefndin því undir þær áherslur.
Fundi slitið - kl. 17:30.