Opnunartími sundlauga í sumar
Málsnúmer 0805087
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 125. fundur - 27.05.2008
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að sumaropnun Sundlaugar Sauðárkróks verði sem hér segir: Virka daga frá kl. 6.50-22 og frá kl. 10-18 um helgar og er það í samræmi við aðsókn að lauginni. Sundlaugin í Varmahlíð verður opin virka daga frá kl. 11-22.30 og kl. 11-18.30 um helgar. Sundlaugin Sólgörðum verður opin þriðjud.-föstud. kl. 17-21, laugard. kl. 14-22 og sunnud. kl. 14-18.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008
Afgreiðsla 125. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.