Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

125. fundur 27. maí 2008 kl. 08:30 - 11:45 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá

1.Húsaleiga vegna eldri borgara

Málsnúmer 0709017Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að framlengja leigusamning við Félagsheimilið Ljósheima fyrir félagsstarf eldri borgara. Leigusamningur gildir út desember. Leiguupphæð er 30.000 fyrir hvert skipti. Vísað til Byggðaráðs.

2.Heilsustefna Íslendinga

Málsnúmer 0805035Vakta málsnúmer

Þau markmið sem kynnt eru í frumdrögum heilsustefnu Heilbrigðisráðuneytisins falla ágætlega að þeim markmiðum sem unnið er eftir í verkefninu ,,Allt hefur áhrif-einkum" við sjálf sem Sveitarfélagið Skagafjörður er þátttakandi í í samvinnu við Lýðheilsustöð.

3.Dagur barnsins 25. maí 2008

Málsnúmer 0805023Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd fagnar þessu framtaki.

4.Opnunartími sundlauga í sumar

Málsnúmer 0805087Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að sumaropnun Sundlaugar Sauðárkróks verði sem hér segir: Virka daga frá kl. 6.50-22 og frá kl. 10-18 um helgar og er það í samræmi við aðsókn að lauginni. Sundlaugin í Varmahlíð verður opin virka daga frá kl. 11-22.30 og kl. 11-18.30 um helgar. Sundlaugin Sólgörðum verður opin þriðjud.-föstud. kl. 17-21, laugard. kl. 14-22 og sunnud. kl. 14-18.

5.Skotfélagið Ósmann - styrkumsókn 2008

Málsnúmer 0803089Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að styrkja Skotfélagið Ósmann um 100 þúsund krónur til uppbyggingar á svæði félagsins en bendir jafnframt á að styrkir til íþróttamála eru einkum ætlaðir til þess að styðja við barna- og unglingastarf. Sú uppbygging, sem þegar hefur verið styrkt, kom til vegna Landsmóts U.M.F.Í. 2004. Skal þetta tekið af gjaldalið 06630.

6.Endurskoðun leigusamn. við FNV um Íþróttahús og Sundlaug, Skr.

Málsnúmer 0801080Vakta málsnúmer

Rætt um drög að samningi. Frístundastjóri kynnti aðra sambærilega samninga og leggur nefndin áherslu á að samningurinn verði undirritaður sem fyrst.

7.Umsókn um styrk til framkvæmda við aðstöðuhús.

Málsnúmer 0805086Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að veita Hestamannafélaginu Svaða 150 þúsund króna framkvæmdastyrk vegna framkvæmda við aðstöðu við félagshúsið. Tekið skal af gjaldalið 06630.

Fundi slitið - kl. 11:45.