Fjarski ehf kt 5610003520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 0806057
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 149. fundur - 18.06.2008
Fjarski ehf. - Framkvæmdaleyfisumsókn. Fjarski ehf. kt.561000-3520, Tangarhöfða 7, Reykjavík áætlar að leggja ljósleiðarastreng frá Blöndustöð að tengivirki ofan við Varmahlíð í sumar. Áætluð lagnaleið liggur í Skagafirði norðan við þjóðveg ofan við bæinn Vatnshlíð og áfram undir Grísafelli, þar sem farið verður yfir á sunnan við bæinn Fjall og áfram að spennuvirki. Strengurinn verður að mestu plægður beint í jörðu. Í umsókninni kemur fram að fullt samráð verði haft við landeigendur og óskað verður eftir samþykki þeirra fyrir lögninni. Óskað er eftir samþykki Sveitarfélags Skagafjarðar varðandi framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir rökstuðningi umsækjanda varðandi þessa lagnaleið og hvaða kosti hún hafi fyrir umsækjanda umfram aðrar lagnaleiðir, sem til greina koma.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008
Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 149. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd - 150. fundur - 09.07.2008
Fjarski ehf. kt 56100-3520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Framkvæmdaleyfisumsókn. Fjarski ehf. kt.561000-3520, Tangarhöfða 7, Reykjavík áætlar að leggja ljósleiðarastreng frá Blöndustöð að tengivirki ofan við Varmahlíð í sumar. Áætluð lagnaleið kemur fram á uppdrætti sem móttekinn er hjá skipulags- og byggingarfulltrúa 4. júlí sl. Strengurinn verður að mestu plægður beint í jörðu. Í umsókninni kemur fram að fullt samráð verði haft við landeigendur og óskað verður eftir samþykki þeirra fyrir lögninni. Óskað er eftir samþykki Sveitarfélags Skagafjarðar varðandi framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda framkvæmd enda verði samþykkis landeigenda og Vegagerðar leitað og skriflegum svörum þeirra komið til skipulags- og byggingarnefndar áður en framkvæmd hefst. Þá verði skilað inn hnitsettum uppdrætti að framkvæmd lokinni er sýni lagnaleiðina.
Framkvæmdaleyfisumsókn. Fjarski ehf. kt.561000-3520, Tangarhöfða 7, Reykjavík áætlar að leggja ljósleiðarastreng frá Blöndustöð að tengivirki ofan við Varmahlíð í sumar. Áætluð lagnaleið kemur fram á uppdrætti sem móttekinn er hjá skipulags- og byggingarfulltrúa 4. júlí sl. Strengurinn verður að mestu plægður beint í jörðu. Í umsókninni kemur fram að fullt samráð verði haft við landeigendur og óskað verður eftir samþykki þeirra fyrir lögninni. Óskað er eftir samþykki Sveitarfélags Skagafjarðar varðandi framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda framkvæmd enda verði samþykkis landeigenda og Vegagerðar leitað og skriflegum svörum þeirra komið til skipulags- og byggingarnefndar áður en framkvæmd hefst. Þá verði skilað inn hnitsettum uppdrætti að framkvæmd lokinni er sýni lagnaleiðina.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 440. fundur - 17.07.2008
Afgreiðsla 150. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 440. fundi byggðarráðs 17.07. 2008.