Skýrsla nefndar um atv. og samfélag á Nlv.
Málsnúmer 0806074
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008
Afgreiðsla 438. fundar byggðarráðs staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 42. fundur - 04.11.2008
Lögð fram samantekt á tillögum sem sendar voru til NV nefndar, unnin af Þorsteini.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008
Lagt fram á 237. fundi sveitarstjórnar 18.11.08.
Nefnd forsætisráðuneytis um atvinnulíf og samfélag á norðurlandi vestra hefur skilað af sér skýrslu.
Ríkisstjórnin samþykkti fjórar tillögur er skila um níu störfum í Skagafjörð, en alls bárust um fimmtíu tillögur úr héraðinu. Byggðaráðið telur að þær fjórar tillögur er ríkisstjórnin hefur samþykkt að ráðast í í Skagafirði hljóti að vera einungis fyrsta skrefið í þá átt að styrkja byggð og samfélag í héraðinu.
Fjölmargar frambærilegar tillögur er sendar voru nefnd ríkisstjórnarinnar fengu ekki framgöngu að þessu sinni. Athygli vekur að nokkur ráðuneyti koma ekki með neinar tillögur að eflingu eða fjölgun starfa. Er það áhyggjuefni þar sem mörg stærstu hagsmunamál héraðsins heyra undir þessi ráðuneyti. Byggðaráð óskar eftir því að áfram verði unnið með þær tillögur og óskar eftir samstarfi við ríkisvaldið um að koma þeim í framkvæmd.
Byggðaráð tekur undir bókun Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur í skilaskýrslu nefndarinnar vegna tillögu um endurmenntunar og fjölgreinanám við Háskólann að Hólum. Mikilvægt er að á næstu vikum liggi fyrir hvernig staðið verður að uppbyggingu og eflingu skólanns til framtíðar. Þá leggur byggðaráðið mikla áherslu á að tillögur er varða Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra nái fram að ganga.