Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Gagnaveita Skagafjarðar - Hlutafjáraukning
Málsnúmer 0806060Vakta málsnúmer
2.Golfklúbbur Sauðárkróks - Bygging aðstöðuhúss
Málsnúmer 0806065Vakta málsnúmer
Stjórn Golfklúbbs Sauðárkróks óskar eftir viðræðum um byggingu aðstöðuhúss fyrir klúbbinn og mögulegri aðkomu sveitarfélagsins að fjármögnun hennar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn klúbbsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn klúbbsins.
3.Breyting á tekjustofnum Heilbrigðiseftirlits Nl.v.
Málsnúmer 0806021Vakta málsnúmer
Lögð fram samþykkt heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá fundi 27. maí sl. um hækkun á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um 7% frá 1. júlí 2008 að telja.
Byggðarráð staðfestir hækkun gjaldskrár heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra um 7% frá 1. júlí nk. og ósk stjórnar um samskonar hækkun framlags sveitarfélaga frá sama tíma.
Byggðarráð staðfestir hækkun gjaldskrár heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra um 7% frá 1. júlí nk. og ósk stjórnar um samskonar hækkun framlags sveitarfélaga frá sama tíma.
4.Brimnesskógar, samkomulag, um heimild til plöntunar trjáa í landi sveitarfélagsins.
Málsnúmer 0806032Vakta málsnúmer
Lagt fram samkomulag á milli sveitarfélagsins og Brimnesskóga um heimild félagsins til plöntunar trjáa í um 20 ha. í landi Ásgarðs, landnr. 146426.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.
5.Fjarskiptamál Brunavarna Skagafjarðar.
Málsnúmer 0806050Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Vernharð Guðnasyni slökkviliðsstjóra, varðandi fjarskiptamál Brunavarna Skagafjarðar. Óskar hann eftir fjárveitingu til kaupa á tækjum og búnaði til uppfæra fjarskipti BS yfir í TETRA fjarskiptakerfið.
Byggðarráð samþykkir að slökkviliðsstjóri kaupi TETRA fjarskiptabúnað fyrir Brunavarnir Skagafjarðar. Fjármagn er til staðar í áætlun ársins og kostnaður fer til helminga á málaflokka 07090 og 07400.
Byggðarráð samþykkir að slökkviliðsstjóri kaupi TETRA fjarskiptabúnað fyrir Brunavarnir Skagafjarðar. Fjármagn er til staðar í áætlun ársins og kostnaður fer til helminga á málaflokka 07090 og 07400.
6.Steinsstaðir - leyfisbeiðni v.fornleifarannsókna
Málsnúmer 0806013Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Byggðasafni Skagfirðinga þar sem óskað er leyfis landeiganda fyrir fornleifarannsókn í landi Steinsstaða í tengslum við rannsókn fornleifadeildar safnsins á elstu kirkjustöðum í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að heimila rannsóknina enda verði verkið unnið í samráði við tæknisvið sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að heimila rannsóknina enda verði verkið unnið í samráði við tæknisvið sveitarfélagsins.
7.Skagafjarðarveitur - Aðalfundarboð v.2007
Málsnúmer 0806073Vakta málsnúmer
Lagt fram boð um aðalfund Skagafjarðarveitna ehf. þann 26. júní 2008.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar eða varamenn þeirra sem sjá sér fært að mæta fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar eða varamenn þeirra sem sjá sér fært að mæta fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
8.Skýrsla nefndar um atv. og samfélag á Nlv.
Málsnúmer 0806074Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla nefndar forsætisráðuneytisins um atvinnu og samfélag á Norðurlandi vestra.
Nefnd forsætisráðuneytis um atvinnulíf og samfélag á norðurlandi vestra hefur skilað af sér skýrslu.
Ríkisstjórnin samþykkti fjórar tillögur er skila um níu störfum í Skagafjörð, en alls bárust um fimmtíu tillögur úr héraðinu. Byggðaráðið telur að þær fjórar tillögur er ríkisstjórnin hefur samþykkt að ráðast í í Skagafirði hljóti að vera einungis fyrsta skrefið í þá átt að styrkja byggð og samfélag í héraðinu.
Fjölmargar frambærilegar tillögur er sendar voru nefnd ríkisstjórnarinnar fengu ekki framgöngu að þessu sinni. Athygli vekur að nokkur ráðuneyti koma ekki með neinar tillögur að eflingu eða fjölgun starfa. Er það áhyggjuefni þar sem mörg stærstu hagsmunamál héraðsins heyra undir þessi ráðuneyti. Byggðaráð óskar eftir því að áfram verði unnið með þær tillögur og óskar eftir samstarfi við ríkisvaldið um að koma þeim í framkvæmd.
Byggðaráð tekur undir bókun Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur í skilaskýrslu nefndarinnar vegna tillögu um endurmenntunar og fjölgreinanám við Háskólann að Hólum. Mikilvægt er að á næstu vikum liggi fyrir hvernig staðið verður að uppbyggingu og eflingu skólanns til framtíðar. Þá leggur byggðaráðið mikla áherslu á að tillögur er varða Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra nái fram að ganga.
Nefnd forsætisráðuneytis um atvinnulíf og samfélag á norðurlandi vestra hefur skilað af sér skýrslu.
Ríkisstjórnin samþykkti fjórar tillögur er skila um níu störfum í Skagafjörð, en alls bárust um fimmtíu tillögur úr héraðinu. Byggðaráðið telur að þær fjórar tillögur er ríkisstjórnin hefur samþykkt að ráðast í í Skagafirði hljóti að vera einungis fyrsta skrefið í þá átt að styrkja byggð og samfélag í héraðinu.
Fjölmargar frambærilegar tillögur er sendar voru nefnd ríkisstjórnarinnar fengu ekki framgöngu að þessu sinni. Athygli vekur að nokkur ráðuneyti koma ekki með neinar tillögur að eflingu eða fjölgun starfa. Er það áhyggjuefni þar sem mörg stærstu hagsmunamál héraðsins heyra undir þessi ráðuneyti. Byggðaráð óskar eftir því að áfram verði unnið með þær tillögur og óskar eftir samstarfi við ríkisvaldið um að koma þeim í framkvæmd.
Byggðaráð tekur undir bókun Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur í skilaskýrslu nefndarinnar vegna tillögu um endurmenntunar og fjölgreinanám við Háskólann að Hólum. Mikilvægt er að á næstu vikum liggi fyrir hvernig staðið verður að uppbyggingu og eflingu skólanns til framtíðar. Þá leggur byggðaráðið mikla áherslu á að tillögur er varða Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra nái fram að ganga.
9.Hvítabjörn í Skagafirði
Málsnúmer 0806022Vakta málsnúmer
Byggðarráð mælist til við umhverfisráðherra að Hafíssetrinu á Blönduósi verði falin varðveisla á hvítabirninum sem felldur var við Hraun á Skaga í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í Hafíssetrinu er rekin öflug starfsemi og vel við hæfi að hvítabjörninn verði til sýnis þar. Jafnframt þakkar ráðið lögreglu og öðrum er tryggðu öryggi fólks á svæðinu. Þá er heimilisfólkinu að Hrauni þakkaður þeirra styrkur og þáttur í málinu öllu.
10.Reglur fyrir Styrktarsjóð EBÍ
Málsnúmer 0806041Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Styrktarsjóði EBÍ. Sjóðurinn styrkir með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Sveitarfélög geta framselt umsóknarrétt sinn til einstaklings eða félags. Umsóknarfrestur er til loka ágúst nk.
Byggðarráð hvetur nefndir og stofnanir sveitarfélagsins til að sækja um í sjóðinn.
Byggðarráð hvetur nefndir og stofnanir sveitarfélagsins til að sækja um í sjóðinn.
11.Samkomulag um húsaleigubætur og greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs.
Málsnúmer 0806052Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar samkomulag frá 7. apríl 2008 um húsaleigubætur og greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á milli ríkis og Sambands ísl. sveitarfélaga.
12.Úthlutun framlags v. sérþarfa fatl.nemenda 2008
Málsnúmer 0801015Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2008.
13.Fjárhagsleg staða hafna - skýrsla
Málsnúmer 0806011Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um fjárhagslega stöðu hafna.
Fundi slitið - kl. 16:27.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu samkvæmt fyrirlögðum drögum með þeim fyrirvara að aðrir hluthafar geri það einnig. Fjármögnuninni er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og mætt með lántöku ef þörf krefur.