Fara í efni

Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008

Málsnúmer 0809003

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 2. fundur - 03.09.2008

Vinna við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008 stendur yfir.
Ekkert verður endurskoðað nema að fyrir liggi samþykkt byggðarráðs og sveitarstjórnar um nýjar fjárveitingar, nema leiðréttingar vegna kjarasamninga. Launadeild mun annast leiðréttingar vegna launabreytinga.
Sviðsstjórum falið að skoða samþykktir sinna nefnda og koma því til Margeirs.
Guðmundur og Margeir munu fara yfir beinar ákvarðanir Byggðarráðs. Athugasemdir berist fyrir 15. sept.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 4. fundur - 17.09.2008

Vinna í gangi við endurskoðun fjárhagsáætlunar, það sem snýr að ákvörðun nefnda. Sviðsstjórar beðnir um að klára þetta fyrir helgi.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 6. fundur - 08.10.2008

Margeir kynnir drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun sem verður lögð fyrir byggðaráð á föstudag. Ákvarðanir um 100 milljóna króna fjárfestingar og rekstraraukning um 47 milljónir, þar af 32 milljónir í laun, 15,5 í rekstur og tæpar20 milljónir í viðhald. Tekjuaukning tæpar 21 milljónir. Niðurstaða ársins verður að óbreyttu eitthvert tap vegna fjármagnsliða, fer nokkuð eftir tekjum úr jöfnunarsjóði.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 449. fundur - 10.10.2008

Sveitarstjóri kynnti og lagði fram drög að tillögu að breytingum á fjárhagsáætlun sveitarfélaga og stofnana þess fyrir árið 2008. Unnið verður áfram að endurskoðuninni og áætlunin lögð fyrir næsta fund ráðsins.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 130. fundur - 14.10.2008

Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir gjaldaliði 02 Félagsmál og 06 Íþrótta- og tómstundamál

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 450. fundur - 16.10.2008

Niðurstaða endurskoðaðrar áætlunar fyrir A og B hluta er rekstrarhalli að upphæð 445.863 þús.kr. Eignir samtals 4.607.122 þús.kr. Skammtímaskuldir 721.603 þús.kr., langtímaskuldir 2.384.057 þús.kr., skuldbindingar 751.780 þús.kr. og eigið fé 749.682 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2008 til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Lagt fram á 235. fundi sveitarstjórnar 21.10.08.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Afgreiðslu vísað til dagskrárliðar 6 á fundi 235. fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Lagt fram á 235. fundi sveitarstjórnar 21.10.08.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2008 og leggur til að hún verði samþykkt.

Niðurstaða endurskoðaðrar áætlunar fyrir A og B hluta er rekstrarhalli að upphæð 445.863 þús.kr. Eignir samtals 4.607.122 þús.kr. Skammtímaskuldir 721.603 þús.kr., langtímaskuldir 2.384.057 þús.kr., skuldbindingar 751.780 þús.kr. og eigið fé 749.682 þús.kr. Hagnaður er af rekstri samstæðunnar fyrir fjármagnsliði um 177 millj. króna. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur eru alls 623 millj. króna og hækka milli ára um 435 millj. króna sem skýrir þann taprekstur sem endurskoðuð áætlun sýnir. Verðbólga og veik staða íslensku krónunnar hafa þessi áhrif en um er að ræða reiknaðar tölur sem dreifast á heildarlánstíma lána og veikja því lítið lausafjárstöðu sveitarfélagsins á rekstrarárinu. Almennur rekstur er í jafnvægi og er hreint veltufé frá rekstri áætlað 333 millj. króna og handbært fé í árslok 270 millj. króna.

Enginn kvaddi sér hljóðs.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.