Fara í efni

Skagafjarðarhafnir - Gjaldskrárhækkun 11.11.2008

Málsnúmer 0811045

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 35. fundur - 11.11.2008

Skagafjarðarhafnir ? gjaldskrárhækkun Hafnarvörður leggur til að hafnar- og þjónustugjöld og rafmagn hækki um 7 % frá núverandi gjaldskrá. Útseld vinna hækki um 10 %. Breytingarnar taki gildi 1. janúar 2009. Sorphirðugjald hækki um 16,7 %. Nefndin samþykkir umbeðnar hækkanir og vísar erindinu til Byggðarráðs til afgreiðslu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Afgreiðsla 35. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 237. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 28.01.2009

Skagafjarðarhafnir gjaldskrárhækkun rafmagnstaxta. Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir að hækkun á taxta RARIK hafi orðið meiri er ráð var fyrir gert þegar rafmagnsverð á Höfninni var hækkað. Farið er fram á 3,5 % hækkun á taxta frá og með 1. mars nk. Umhverfis- og samgöngunefnd fellst á umbeðna hækkun og vísar þessum lið til afgreiðslu Byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 242. fundur - 17.02.2009

Lagt fram til kynningar á 242. fundi sveitarstjórnar 17.02.09.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2010 skv. afgreiðslu 50. fundar umhverfis- og samgöngunefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 501. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum.

Gísli Árnason og Páll Dagbjartsson óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.