Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

39. fundur 28. janúar 2009 kl. 08:00 - 09:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Skagafjarðarhafnir - ársyfirlit

Málsnúmer 0801052Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir yfirlit yfir hafnarstarfsemi 2008 ? Gunnar Steingrímsson hafnarvörður kynnti yfirlit ársins 2008 yfir skipakomur og landaðan afla í Skagafirði. Skipakomum í Sauðárkrókshöfn hefur fækkað milli ára um fjögur skip.Samtals er hér um að ræða 80.969 brúttótonn, var árið 2007 101.852 brúttótonn. Samdráttur er í lönduðum afla um 3016 tonn. Samtals komu rúm 10.467 tonn á land. Í Hofsóshöfn var samdráttur í lönduðum afla 367 brúttótonn. Í Haganesvík voru engar landanir.

2.Skagafjarðarhafnir - Gjaldskrárhækkun 2009

Málsnúmer 0811045Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir gjaldskrárhækkun rafmagnstaxta. Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir að hækkun á taxta RARIK hafi orðið meiri er ráð var fyrir gert þegar rafmagnsverð á Höfninni var hækkað. Farið er fram á 3,5 % hækkun á taxta frá og með 1. mars nk. Umhverfis- og samgöngunefnd fellst á umbeðna hækkun og vísar þessum lið til afgreiðslu Byggðarráðs.

3.Skagafjarðarhafnir - Bláfánaverkefni Landverndar

Málsnúmer 0901090Vakta málsnúmer

Bláfánaverkefni. Bréf Landverndar 16. desember 2008 lagt fram til kynningar. Bréfið varðar umsókn um Bláfánann.

4.Skagafjarðarhafnir-Suðurgarður Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 0807034Vakta málsnúmer

Sauðárkrókshöfn, Suðurgarður. Jón Örn gerði grein fyrir stöðu mála við framkvæmdir við Suðurgarð. Verkið er nú um það bil hálfnað.

5.Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón

Málsnúmer 0811015Vakta málsnúmer

Haganesvíkurhöfn. Jóni Erni falið að láta vinna tillögur að viðgerðum og endurbótum á Haganesvíkurhöfn.

6.Hólar í Hjaltadal - Takmörkun umferðarhraða

Málsnúmer 0901091Vakta málsnúmer

Hólar í Hjaltadal ? hraðatakmarkanir. Erindi Bjarna H. Johansen þjónustustjóra Vr. f.h Vegagerðarinnar lagt fram. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

Fundi slitið - kl. 09:00.