Fara í efni

Staða byggingariðnaðarins

Málsnúmer 0811080

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 455. fundur - 27.11.2008

Lagt fram til kynningar bréf frá Meistarafélagi byggingamanna á Norðurlandi varðandi stöðu byggingariðnaðarins. Meðal annars hvetur félagið til þess að sveitarstjórn hafi frumkvæði að því að tryggja að byggingaframkvæmdir stöðvist ekki í sveitarfélaginu. Jafnframt bendir félagið á að nú er rétti tíminn til að sinna viðhaldsframkvæmdum þar sem þær eru í senn mannaflafrekar og krefjast í fæstum tilfellum mikilla innkaupa á efni erlendis frá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 238. fundur - 02.12.2008

Lagt fram á 238. fundi sveitarstjórnar 02.12.2008.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 483. fundur - 02.07.2009

Lagt fram til kynningar bréf frá Meistarafélagi byggingamanna á Norðurlandi, dags. 22. júní sl., varðandi stöðu byggingariðnaðarins, þar sem félagið hvetur enn á ný til þess að sveitarstjórn hafi frumkvæði að því að tryggja að byggingaframkvæmdir stöðvist ekki í sveitarfélaginu. Bent er á nauðsyn þess að forgangsraða verkefnum með tilliti til atvinnusköpunar. Vanda skuli val á verktökum og varað er við að taka verulegum undirboðum.