Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

455. fundur 27. nóvember 2008 kl. 10:00 - 14:10 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar ársins 2009. Á fund ráðsins komu til viðræðna Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, Snorri Styrkársson formaður atvinnu- og ferðamálanefndar, María Björk Ingvadóttir frístundastjóri og Ivano Tasin forstöðumaður Húss frítímans.
Viku þau svo af fundi.

Samkv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 skal ákvörðun sveitarstjórnar um útsvarsprósentu fyrir árið 2009 liggja fyrir eigi síðar en 30. nóvember 2008. Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta í Sveitarfélaginu Skagafirði verði 13,03% árið 2009.

2.Bændur græða landið - styrkumsókn

Málsnúmer 0811058Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins, þar sem óskað er eftir styrk á árinu 2009 að upphæð kr. 337.500 vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið".
Byggðarráð telur ekki forsendur að verða við erindinu en skorar á ríkisvaldið að auka fjármagn til verkefnisins.

3.Sögusetur ísl. hestsins - styrkbeiðni v.2009

Málsnúmer 0811052Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sögusetri íslenska hestsins, þar sem óskað er eftir rekstrarframlagi árið 2009 að upphæð 10 milljónir króna. Með erindinu fylgir kostnaðaráætlun 2009, ársreikningur og ársskýrsla ársins 2007.
Byggðarráð samþykkir að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2009 styrk að upphæð kr. 1.500.000 til Sögusetursins.

4.Lánasj. sveitarf. - Lánsumsókn 2008-09

Málsnúmer 0809056Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 50.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið vegna hitaveituframkvæmda hjá Skagafjarðarveitum ehf., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni sveitarstjóra, kt. 140259-4899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning nr. 65/2008 við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

5.Staða byggingariðnaðarins

Málsnúmer 0811080Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Meistarafélagi byggingamanna á Norðurlandi varðandi stöðu byggingariðnaðarins. Meðal annars hvetur félagið til þess að sveitarstjórn hafi frumkvæði að því að tryggja að byggingaframkvæmdir stöðvist ekki í sveitarfélaginu. Jafnframt bendir félagið á að nú er rétti tíminn til að sinna viðhaldsframkvæmdum þar sem þær eru í senn mannaflafrekar og krefjast í fæstum tilfellum mikilla innkaupa á efni erlendis frá.

6.Vinnumarkaðsráð, ályktanir vegna atvinnuástands

Málsnúmer 0811075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Vinnumarkaðsráði Norðurlands vestra, þar sem fram koma ályktanir fundar ráðsins frá 17. nóvember 2008, um vinnumarkaðsaðgerðir og aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum.

Fundi slitið - kl. 14:10.