Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki - breytingar
Málsnúmer 0812088
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 461. fundur - 08.01.2009
Byggðaráð lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar sameiningar heilbrigðisstofnana frá Blönduósi austur að Langanesi. Ráðið kallar eftir rökstuðningi fyrir breytingunum, þar á meðal hvaða einstaka tillögur liggja fyrir varðandi Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Byggðaráð ítrekar fyrri samþykkt um vilja til að taka yfir rekstur stofnunarinnar m.v. þann fjárhagsramma sem stofnunin hefur fyrir árið 2009.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 44. fundur - 08.01.2009
Atvinnumálanefnd Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum vegna ákvörðunar um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Nefndin vísar í viðtal við forstjóra FSA í fjölmiðlum þar sem hann tilkynnir lokun fæðingardeildar á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Gangi það eftir mun það þýða fækkun starfa á heilbrigðisstofnuninni og því mótmælir nefndin harðlega.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 462. fundur - 13.01.2009
Fundur byggðarráðs á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki með heilbrigðisráðherra og fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.
Á fundinum var tilkynnt ákvörðun ráðuneytisins um að stofna eina heilbrigðisstofnun fyrir allt Norðurland. Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gagnrýnir harðlega hvernig ráðuneyti heilbrigðismála hefur staðið að breytingum á heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi. Byggðaráð telur ekki að um samráðsfund hafi verið að ræða þar sem tilkynnt var ákvörðun og annað ekki til umræðu og því að mati ráðsins ekki fullnægt ákvæðum laga um samráðsskyldu ráðuneytisins í málinu. Fulltrúar sveitarfélagsins óskuðu eftir því að hefja viðræður við ráðuneytið um yfirtöku á stofnuninni m.v. fjárlagaramma ársins 2009 og þar með mæta óskum ráðuneytisins um sparnað á því ári. Því hafnaði ráðherra og sagði mögulegar viðræður eingöngu geta orðið við nýja stofnun á Norðurlandi eftir að endurskipulagning starfseminnar hafi átt sér stað.
Byggðaráð harmar viðbrögð ráðuneytisins og krefst þess að ráðuneytið upplýsi nú þegar hvað felst í endurskipulagningu á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki.
Byggðaráð ítrekar fyrri óskir um viðræður við ráðuneyti heilbrigðismála um úrlausnir er tryggi áfram góða og öfluga þjónustu Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 464. fundur - 22.01.2009
Byggðaráð ítrekar fyrri bókanir varðandi breytingar á heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi. Óskað er eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá nú þegar afrit af þeim tillögum er liggja fyrir um breytingar á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Þá óskar ráðið einnig eftir upplýsingum um hvaða tillögur hafa verið settar fram um verkaskiptingu innan væntanlegrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Vegna alvarleika málsins óskar byggðarráð eftir fundi með forsætisráðherra til að ræða framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.
Vegna alvarleika málsins óskar byggðarráð eftir fundi með forsætisráðherra til að ræða framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Afgreiðsla 460. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Afgreiðsla 461. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Afgreiðsla 462. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Afgreiðsla 464. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Afgreiðsla 44. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðrðæðum við heilbrigðisráðherra um yfirtöku Sveitarfélagsins Skagafjarðar á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.