Fara í efni

Ársþing SSNV 24.-25. apríl 2009, nr. 17

Málsnúmer 0901030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 463. fundur - 15.01.2009

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi 17. ársþing SSNV, sem haldið verður 24.-25. apríl 2009 í Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Lagt fram til kynningar á 241. fundi sveitarstjórnar 29.01.09.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 469. fundur - 12.03.2009

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um frestun á ársþingi SSNV vegna þess að boðað hefur verið til alþingiskosninga 25. apríl 2009. Ársþing SSNV verður haldið í Skagafirði 21.-22. ágúst 2009 í stað 24.-25. apríl nk.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir um að ársþinginu sé frestað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 244. fundur - 17.03.2009

Afgreiðsla 469. fundar byggðarráðs staðfest á 244. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 480. fundur - 11.06.2009

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi 17. ársþing SSNV, sem haldið verður 21.-22. ágúst 2009 í Menningarhúsinu Miðgarði, Skagafirði. Tilkynna skal um þingfulltrúa fyrir 1. júlí n.k.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 480. fundar byggðarráðs lögð fram á 249. fundi sveitarstjórnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 487. fundur - 20.08.2009

Sveitarfélagið Skagafjörður á rétt á 12 þingfulltrúum og tólf til vara á 17. ársþing SSNV. Kjörnir hafa verið 11 fulltrúar og jafnmargir til vara.
Gerð er tillaga um að 12. aðalfulltrúi sveitarfélagsins verði fulltrúi Vinstri grænna, Úlfar Sveinsson og Sigurlaug Konráðsdóttir til vara og Gísli Árnason verði varamaður Bjarna Jónssonar í stað Úlfars Sveinssonar.
Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 488. fundur - 03.09.2009

Lögð fram til kynningar ályktun 17. ársþings SSNV ásamt fundargerð þingsins.