Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

469. fundur 12. mars 2009 kl. 10:00 - 12:16 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Jarðgerð efh. - staða fyrirtækisins

Málsnúmer 0902058Vakta málsnúmer

Ágúst Andrésson og Ágúst Guðmundsson stjórnarmenn Jarðgerðar ehf. komu á fund byggðarráðs og kynntu starfsemi og stöðu fyrirtækisins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að koma með tillögu fyrir byggðarráð varðandi rekstrarframlög og þjónustukaup af Jarðgerð ehf. á árinu 2009.

2.Samstarfssamningur - endurskoðun

Málsnúmer 0802069Vakta málsnúmer

Samstarf og núgildandi samstarfssamningar milli sveitarfélagsins og Akrahrepps ræddir.
Byggðarráð telur ástæðu til að núgildandi samningar milli sveitarfélaganna verði endurskoðaðir. Byggðarráð telur mikilvægt að viðræður um gerð nýrra samninga hefjist sem fyrst með það að markmiðiði að nýjir samningar taki gildi 1. maí 2009. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi ráðsins með hreppsnefnd Akrahrepps.

3.Unglingalandsmót UMFÍ 2009

Málsnúmer 0902023Vakta málsnúmer

Lagður fram samstarfssamningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Unglingalandsmótsnefndar UMFÍ vegna Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki 2009.
Byggðarráð staðfestir samninginn.

4.Aukafundur fulltrúaráðs EBÍ

Málsnúmer 0903027Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur þar sem boðað er til aukafundar í fulltrúaráði Eignarhaldsfélgsins Brunabótafélag Íslands föstudaginn 20. mars 2009.

5.Ársþing SSNV 24.-25. apríl 2009, nr. 17

Málsnúmer 0901030Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um frestun á ársþingi SSNV vegna þess að boðað hefur verið til alþingiskosninga 25. apríl 2009. Ársþing SSNV verður haldið í Skagafirði 21.-22. ágúst 2009 í stað 24.-25. apríl nk.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir um að ársþinginu sé frestað.

6.Félagslegar íbúðir - Rekstrarframlög til sveitarfélaga v.2008

Málsnúmer 0902026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Varasjóði húsnæðismála varðandi rekstrarframlög til sveitarfélaga vegna rekstrarhalla félagslegra íbúða vegna ársins 2008.

Fundi slitið - kl. 12:16.