Fara í efni

Ósk um viðræður vegna rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð

Málsnúmer 0902055

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 45. fundur - 19.02.2009

Lagt fram erindi frá Gestagangi ehf. í Varmahlíð þar sem óskað er eftir viðræðum um þá hugmynd Gestagangs að fyrirtækið taki að sér rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Hugmyndin tengist umsókn fyrirtækisins til sveitarfélagsins þar sem það sækist eftir því að taka að sér rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við um umsækjenda.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Afgreiðsla 45. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 46. fundur - 24.03.2009

Sviðsstjóri kynnti niðurstöður úr viðræðum við forsvarsmenn Gestagangs ehf. varðandi rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Niðurstaðan er sú að vegna breyttra aðstæðna verður ekki að frekari viðræðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009

Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.