Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

46. fundur 24. mars 2009 kl. 13:00 - 14:10 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Aðgerðaáætlun - viðbrögð við mögulegu atvinnuleysi í Skagafirði

Málsnúmer 0901009Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti hugmyndir um átak til fjölgunar sumarstörfum hjá sveitarfélaginu.
Ákveðið að vísa málinu til Byggðaráðs.

2.Ósk um viðræður vegna rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð

Málsnúmer 0902055Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti niðurstöður úr viðræðum við forsvarsmenn Gestagangs ehf. varðandi rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Niðurstaðan er sú að vegna breyttra aðstæðna verður ekki að frekari viðræðum.

3.Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkumsókn

Málsnúmer 0901081Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá nefndarinnar þann 19.02. sl.
Sviðsstjóra falið að útfæra samning við Nýsköpunarsjóð námsmanna sem hefði það að markmiði að fjölga rannsóknarverkefnum sem unnin verða af skagfirskum námsmönnum.

4.Lífmassi í eldiskerjum - könnun á möguleikum

Málsnúmer 0811064Vakta málsnúmer

Þorsteinn Broddason kynnti minnisblað um málið. Þorsteini falið að koma með tillögur að næstu skrefum í málinu.

5.Vinnsla á basalttrefjum - könnun á möguleikum

Málsnúmer 0811004Vakta málsnúmer

Þorsteinn Broddason kynnti minnisblað um málið.

Fundi slitið - kl. 14:10.