Jarðgerð efh. - staða fyrirtækisins
Málsnúmer 0902058
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 244. fundur - 17.03.2009
Afgreiðsla 469. fundar byggðarráðs staðfest á 244. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 479. fundur - 03.06.2009
Lagður fram tölvupóstur frá forsvarsmanni Jarðgerðar ehf. þar sem óskað er eftir 350 þús.kr. framlagi sveitarfélagsins til starfseminnar pr. mánuð árið 2009.
Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu að því gefnu að aðrir eigendur fyrirtækisins komi með sambærilegt framlag. Byggðarráð væntir þess að með þessum framlögum sé reksturinn tryggður til framtíðar og sem fyrst og eigi síðar en í ársbyrjun 2010, verði farið að greiða fyrir þjónustu fyrirtækisins eftir innvegnu magni úrgangs.
Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu að því gefnu að aðrir eigendur fyrirtækisins komi með sambærilegt framlag. Byggðarráð væntir þess að með þessum framlögum sé reksturinn tryggður til framtíðar og sem fyrst og eigi síðar en í ársbyrjun 2010, verði farið að greiða fyrir þjónustu fyrirtækisins eftir innvegnu magni úrgangs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðsla 479. fundar byggðarráðs staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 499. fundur - 26.11.2009
Forsvarsmenn Jarðgerðar ehf. óskuðu eftir að koma til fundar við byggðarráð í framhaldi af heimsókn þeirra á 479. fund ráðsins. Fyrir hönd fyrirtækisins mættu Ágúst Guðmundsson og Ágúst Andrésson til fundar til viðræðu um málefni fyrirtækisins og lögðu fram rekstraráætlun fyrir árið 2010. Þar kom fram tillaga að gjaldskrá sem þarfnast staðfestingar hluthafa. Gjald fyrir innvegin stoðefni 6.000 kr/m3 og lífrænan úrgang 12.000 kr/m3.
Byggðarráð staðfestir fyrir sitt leyti tillöguna að gjaldskrá 2010.
Einnig kom fram ósk um að skipaður yrði starfshópur til að samþætta vinnu aðila sem sinna úrgangsmálum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs sem fulltrúa sveitarfélagsins í starfshópinn.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009
Afgreiðsla 499. fundar byggðaráðs staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að koma með tillögu fyrir byggðarráð varðandi rekstrarframlög og þjónustukaup af Jarðgerð ehf. á árinu 2009.