Fara í efni

Forvarnarskýrsla 2008

Málsnúmer 0903035

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 140. fundur - 31.03.2009

Kynntar niðurstöður könnunar Forvarnardagsins þar sem fram kemur m.a. að ungmenni vilja helst samveru með fjölskyldu bæði í útiveru, ferðalögum, íþróttum og heima við. Bent er á að sveitarfélög geta með stefnu sinni og aðgerðum brugðist við þessum einföldu óskum þeirra. Frístundastjóri kynnir að fyrirhugað sé að gera fjórðu lífsháttakönnunina í næsta mánuði. Hinar fyrri voru gerðar í 8.-10.bekkjum grunnskóla sveitarfélagsins árin 2005,2006, 2008. Niðurstöður munu liggja fyrir á vordögum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009

Afgreiðsla 140. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.