Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Léttfeti - styrkbeiðni
Málsnúmer 0809008Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd hefur ekki gert ráð fyrir þessum útgjöldum við fjárhagsáætlunargerð 2009 og vísar erindinu til Byggðaráðs til afgreiðslu.
2.Tilboð í gerð rafræns skráningarkerfis Sumar T.Í.M.
Málsnúmer 0903105Vakta málsnúmer
Tilboð Stefnu kynnt. Nefndin felur Frístundastjóra að vinna málið áfram á grundvelli þess.Á símafundi nefndarinnar 2. apríl er samþykkt 600 þúsund króna styrkur á þeim þætti hönnunarinnar er snýr að skráningakerfi vegna Íþróttafélaga.
3.Aðgerðaáætlun - viðbrögð við mögulegu atvinnuleysi í Skagafirði
Málsnúmer 0901009Vakta málsnúmer
Tillögur Frístundasviðs um heildræna lausn á atvinnuleysi unglinga og ungmenna kynntar. Nefndin tekur undir tillögurnar og leggur til að unnið verði áfram að aðgerðaráætluninni í samræmi við ákvörðun Byggðaráðs frá 26.mars s.l.
4.Suzuki-fiðlunámskeið - styrkumsókn 2009
Málsnúmer 0903072Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd hafnar umsókninni og vísar erindinu til Markaðs-og þróunarsviðs.
5.Óvissuferð með eldri bekki Varmahl.skóla
Málsnúmer 0903073Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd hafnar umsókninni og bendir á að slíkar ferðir falli undir skólastarf.
6.Skotfélagið Ósmann - styrkumsókn 2009
Málsnúmer 0903074Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir að styrkja framkvæmdir við skotvöllinn um 75.000.- á grundvelli þess að félagið hefur sinnt unglingastarfi með ýmsum hætti undanfarin ár.
7.Litboltafélag Skagafj. - styrkumsókn 2009
Málsnúmer 0903076Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd hafnar umsókninni á grundvelli samkeppnissjónarmiða.
8.Umsókn um styrk til smábátasmíði
Málsnúmer 0903107Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd felur íþróttafulltrúa að fá ítarlegri upplýsingar um verkefnið. Á símafundi 2. apríl samþykkti nefndin samhljóða eftir fengnar upplýsingar um verkefnið að veita 400.000.- króna styrk til bátasmíði fyrir börn, enda njóti Sumar T.Í.M. þessa verkefnis einnig.
9.Unglingaráð Körfuknl. Tindastóls - styrkumsókn 2009
Málsnúmer 0903077Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd óskar eftir því við Aðalstjórn Tindastóls að hún gefi umsögn um þessa styrkbeiðni og staðfestingu á að aðalstjórn hafi fjallað um beiðnina. Á símafundi 2. apríl samþykkti nefndin samhljóða eftir fengna umsögn frá aðalstjórn Tindastóls að veita styrk uppá 100.000.- til sérstakst átaks til útbreiðslu körfuknattleiksiðkunar unglinga .
10.Knattspyrna 3. fl. kvenna - styrkumsókn 2009
Málsnúmer 0903078Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd óskar eftir því við Aðalstjórn Tindastóls að hún gefi umsögn um þessa styrkumsókn og staðfestingu á að aðalstjórn hafi fjallað um beiðnina.
Á símafundi 2. apríl samþykkti nefndin samhljóða eftir fengna umsögn frá aðalstjórn Tindastóls að veita styrk uppá 75.000.- til að efla knattspyrnuiðkun unglingsstúlkna í forvarnaskyni. Jafnframt er íþróttahreyfingunni bent á möguleika á að leita styrkja fyrir sambærilegt uppbyggingastarf til Evrópuverkefna , Evrópu unga fólksins.
Á símafundi 2. apríl samþykkti nefndin samhljóða eftir fengna umsögn frá aðalstjórn Tindastóls að veita styrk uppá 75.000.- til að efla knattspyrnuiðkun unglingsstúlkna í forvarnaskyni. Jafnframt er íþróttahreyfingunni bent á möguleika á að leita styrkja fyrir sambærilegt uppbyggingastarf til Evrópuverkefna , Evrópu unga fólksins.
11.Umsóknir um styrki til æskulýðs-íþrótta-og forvarnamála
Málsnúmer 0902080Vakta málsnúmer
Alls bárust 9 umsóknir að upphæð 3.790.000.- til umráða á gjaldaliðum 06890-09935, styrkjum til íþróttamála er 1,0 milljón og 06390, styrkjum til æskulýðs-og forvarnamála eru 300.000-
Frístundastjóra er falið að ganga til samninga við Golfklúbb Sauðárkróks um slátt á íþróttavöllum á Sauðárkróki,við Neista um slátt og umsjón á vellinum á Hofsósi og Léttfeta og Svaða um rekstur sinna valla.
Á símafundi sem haldinn var 02.04.09 kl: 12:00 úthlutaði Félags og tómstundanefnd styrkjum að upphæð 1.000.000 kr. af gjaldalið 06890 - 09935 og 250.000 kr. af gjaldalið 06390 - 09915
Frístundastjóra er falið að ganga til samninga við Golfklúbb Sauðárkróks um slátt á íþróttavöllum á Sauðárkróki,við Neista um slátt og umsjón á vellinum á Hofsósi og Léttfeta og Svaða um rekstur sinna valla.
Á símafundi sem haldinn var 02.04.09 kl: 12:00 úthlutaði Félags og tómstundanefnd styrkjum að upphæð 1.000.000 kr. af gjaldalið 06890 - 09935 og 250.000 kr. af gjaldalið 06390 - 09915
12.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál
Málsnúmer 0903011Vakta málsnúmer
Lagðar fram og samþykktar þrjár umsóknir um fjárhagsaðstoð.
Rætt um aðstoð við greiðslu meðferðarkostnaðar í framhaldsmeðferð hjá SÁÁ, en þar hefur verið tekin upp gjaldtaka af sjúklingum. Nefndin telur rétt að sveitarfélagið geti veitt fólki stuðning við að greiða þennan kostnað á grundvelli einstaklingsbundins mats á aðstæðum.
Kynnt umsókn um milliflutning í félagslegt leiguhúsnæði.
Rætt um aðstoð við greiðslu meðferðarkostnaðar í framhaldsmeðferð hjá SÁÁ, en þar hefur verið tekin upp gjaldtaka af sjúklingum. Nefndin telur rétt að sveitarfélagið geti veitt fólki stuðning við að greiða þennan kostnað á grundvelli einstaklingsbundins mats á aðstæðum.
Kynnt umsókn um milliflutning í félagslegt leiguhúsnæði.
13.Styrkveiting til íþróttamála, tillaga frá UMSS
Málsnúmer 0804022Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu stjórnar UMSS um úthlutun styrkja að upphæð 10.000.000 króna til íþróttahreyfingarinnar af gjaldalið 06890-09925. 80% upphæðarinnar er skipt núna og 20% eftir nánari útlistun stjórnar UMSS. Greitt verður út mánaðarlega, í fyrsta sinn frá 1.janúar 2009.
UMF Tindastóll, rekstrarstyrkur 4.755.360.-
UMF Neisti, rekstrarstyrkur 528.000.-
UMF Smári, rekstrarstyrkur 689.040.-
UMF Hjalti, rekstrarstyrkur 158.400.-
Hestamannafélagið Léttfeti, rekstrarstyrkur 419.760.-
Hestamannafélagið Stígandi, rekstrarstyrkur 277.200.-
Hestamannafélagið Svaði, rekstrarstyrkur 190.080.-
Vélhjólaklúbbur Sauðárkróks, rekstrarstyrkur 182.160.-
UMSS, rekstrarstyrkur 800.000.-
Samtals kr. 8.000.000.-
Íþróttafulltrúa er falið að innkalla þær ársskýrslur íþróttafélaga sem ekki hafa borist enda eru þær forsendur fyrir útborgun styrkja.
UMF Tindastóll, rekstrarstyrkur 4.755.360.-
UMF Neisti, rekstrarstyrkur 528.000.-
UMF Smári, rekstrarstyrkur 689.040.-
UMF Hjalti, rekstrarstyrkur 158.400.-
Hestamannafélagið Léttfeti, rekstrarstyrkur 419.760.-
Hestamannafélagið Stígandi, rekstrarstyrkur 277.200.-
Hestamannafélagið Svaði, rekstrarstyrkur 190.080.-
Vélhjólaklúbbur Sauðárkróks, rekstrarstyrkur 182.160.-
UMSS, rekstrarstyrkur 800.000.-
Samtals kr. 8.000.000.-
Íþróttafulltrúa er falið að innkalla þær ársskýrslur íþróttafélaga sem ekki hafa borist enda eru þær forsendur fyrir útborgun styrkja.
14.Framkvæmdir við íþróttamannvirki ? endurgreiðsla virðisaukaskatts
Málsnúmer 0903043Vakta málsnúmer
Kynnt erindi frá KSÍ þar sem vakin er athygli á breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem hefur það í för með sér að á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. janúar 2011 skuli endurgreiða byggjendum húseigna í eigu sveitarfélaga allan virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað.
15.Samtök forstöðum. sundstaða - erindi
Málsnúmer 0903048Vakta málsnúmer
Kynnt erindi frá samtökum sundstaða á Íslandi þar sem það er brýnt fyrir sveitarfélögum að standa vörð um rekstur sundstaða, draga ekki úr eftirliti og öryggiskröfum.
16.Unglingalandsmót UMFÍ 2011 - augl. eftir umsóknum
Málsnúmer 0903046Vakta málsnúmer
Kynnt erindi UMFÍ þar sem auglýst er eftir mótshaldara fyrir unglingalandsmótið 2011. Félags-og tómstundanefnd telur ekki ástæðu til að sækja um þetta mót þar sem unglingalandsmót verður haldið á Sauðárkróki nú í sumar.
17.Forvarnarskýrsla 2008
Málsnúmer 0903035Vakta málsnúmer
Kynntar niðurstöður könnunar Forvarnardagsins þar sem fram kemur m.a. að ungmenni vilja helst samveru með fjölskyldu bæði í útiveru, ferðalögum, íþróttum og heima við. Bent er á að sveitarfélög geta með stefnu sinni og aðgerðum brugðist við þessum einföldu óskum þeirra. Frístundastjóri kynnir að fyrirhugað sé að gera fjórðu lífsháttakönnunina í næsta mánuði. Hinar fyrri voru gerðar í 8.-10.bekkjum grunnskóla sveitarfélagsins árin 2005,2006, 2008. Niðurstöður munu liggja fyrir á vordögum.
18.Evrópa unga fólksins-Ungmennaskipti
Málsnúmer 0903082Vakta málsnúmer
Kynnt er niðurstaða valnefndar Evrópu unga fólksins sem ákvað á fundi sínum 23.3.s.l. að styrkja umsókn Húss frítímans vegna verkefnisins: Peace4life. Styrkurinn nemur að hámarki ? 37.715.- Einnig fékk verkefnið styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra, 250.000.-
Verkefnið nær til 5 landa,Íslands (Skagafjarðar), Litháens, Tyrklands, Finnlands og Möltu og hefst 1. maí.
Félags-og tómstundanefnd þakkar stuðninginn og starfsfólki Húss frítímans frumkvæði að gerð verkefnisins.
Verkefnið nær til 5 landa,Íslands (Skagafjarðar), Litháens, Tyrklands, Finnlands og Möltu og hefst 1. maí.
Félags-og tómstundanefnd þakkar stuðninginn og starfsfólki Húss frítímans frumkvæði að gerð verkefnisins.
19.Heimsending matar - akstur 2009
Málsnúmer 0903060Vakta málsnúmer
Samþykkt að framlengja samning við Júlíus Þórðarson og Rósu Adolfsdóttur fyrir árið 2009.
20.Samningur um akstur Dagvist aldraðra 2009
Málsnúmer 0903081Vakta málsnúmer
Samþykkt að framlengja samning við Júlíus Þórðarson og Rósu Adolfsdóttur fyrir árið 2009.
21.Daggæsluleyfi til bráðabirgða Sigríður Sunneva Pálsdóttir
Málsnúmer 0903020Vakta málsnúmer
Samþykkt að veita bráðabirgðaleyfi til daggæslu 4 barna skv. reglugerð.
Fundi slitið - kl. 12:11.