Fara í efni

Flutningur fráveitu til Skagafjarðarveitna ehf.

Málsnúmer 0903053

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 470. fundur - 19.03.2009

Fulltrúar frá Skagafjarðarveitum ehf. komu á fund ráðsins til viðræðu um flutning Fráveitu Skagafjarðar til Skagafjarðarveitna ehf. Auk þess voru framkvæmdir fyrirtækisins á árinu 2009 kynntar.
Byggðarráð samþykkir að fara þess á leit við stjórn Skagafjarðarveitna ehf að taka yfir rekstur Fráveitu Skagafjarðar. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009

Afgreiðsla 470. fundar byggðarráðs staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.