Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

470. fundur 19. mars 2009 kl. 10:00 - 11:32 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Flutningur fráveitu til Skagafjarðarveitna ehf.

Málsnúmer 0903053Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Skagafjarðarveitum ehf. komu á fund ráðsins til viðræðu um flutning Fráveitu Skagafjarðar til Skagafjarðarveitna ehf. Auk þess voru framkvæmdir fyrirtækisins á árinu 2009 kynntar.
Byggðarráð samþykkir að fara þess á leit við stjórn Skagafjarðarveitna ehf að taka yfir rekstur Fráveitu Skagafjarðar. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

2.Háskólinn á Hólum - staða og stefna

Málsnúmer 0802102Vakta málsnúmer

Fulltrúar Skagafjarðarveitna ehf. sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Viðskiptastaða Hólaskóla við sveitarfélagið og fyrirtæki þess rædd.

3.Bygging leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki

Málsnúmer 0808037Vakta málsnúmer

Lögð fram staðfesting á samþykkt stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga um lánveitingu að upphæð 500 milljónir króna til byggingar leikskóla við Árkíl á Sauðárkróki.
Meirihluti byggðarráðs fagnar því trausti sem Lánasjóður sveitarfélaga ohf. sýnir Sveitarfélaginu Skagafirði með því að tryggja fjármagn til byggingar leikskóla við Árkíl 2.
Bjarni Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun:"Óskandi er að lögbundin úttekt á geiðslugetu og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í samræmi við 65. gr. sveitarstjórnarlaga leiði til sömu niðurstöðu. Slíkt er forsenda þess að heimilt sé að ráðast í svo miklar fjárhagslegar skuldbindingar. Undirritaður flutti fyrir nokkru tillögu um slíka úttekt."
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:"Við vísum til bókunar frá 467. fundi byggðarráðs þar sem fram kemur að kallað verði eftir útttekt þegar fjármögnun yrði tryggð. Er þessi vinna þegar hafin."
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Engin slík vinna var komin í gang þegar tillaga um slíkt var felld af meirihlutanum á 467. fundi byggðarráðs."

4.Leikfélag Sauðárkróks - styrkumsókn

Málsnúmer 0903055Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkumsókn frá Leikfélagi Sauðárkróks vegna afmælisdagskrár í tilefni 120 ára afmælis félagsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við fulltrúa leikfélagsins um styrkfjárhæðina.

5.Eignarhluti Byggðastofnunar í Skagf.braut 17-21.

Málsnúmer 0903041Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Byggðastofnun þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup sveitarfélagsins á 35% hlut stofnunarinnar í fasteigninni Skagfirðingabraut 17-21, Skr. (Ráðhúsinu).
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forstjóra Byggðastofnunar um málið.

6.Kiwanisklúbburinn Drangey - styrkumsókn v.fasteignaskatts

Málsnúmer 0903050Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Kiwanisklúbbnum Drangey um styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2009. Með umsókninni fylgja fullnægjandi gögn skv. reglugerð sveitarfélagsins þar að lútandi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja klúbbinn um 70% af álögðum fasteignaskatti 2009.

7.Reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang

Málsnúmer 0902075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun varðandi raf- og rafeindatækjaúrgang.

Fundi slitið - kl. 11:32.