Breyting á samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum og ráðum - kjörstjórn.
Málsnúmer 0904017
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 473. fundur - 24.04.2009
Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um launakjör fulltrúa í kjörstjórnum sveitarfélagsins. Afgreiðslu frestað, frekari upplýsingar verða lagðar fram á næsta fundi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 246. fundur - 05.05.2009
Afgreiðsla 473. fundar byggðarráðs lögð fram á 246. fundi sveitarstjórnar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 476. fundur - 19.05.2009
Lögð fram svohljóðandi tillaga að breytingu á samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum og ráðum er snýr að kjörstjórnum:
"Laun vegna vinnu í yfirkjörstjórn á kjördegi og í aðdraganda kosninga er greidd eftir fjölda unninna klukkustunda, þar með talin fundarseta. Greidd er yfirvinna skv. launatöflu Kjalar lfl. 130-5 og 13,04% orlof. Formaður yfirkjörstjórnar fær 50% álag. Auk þess fær yfirkjörstjórn greitt fyrir fundi til undirbúnings kosningum skv. gr. 12. Laun vegna vinnu í undirkjörstjórnum á kjördegi og í aðdraganda kosninga er greidd eftir fjölda unninna klukkustunda. Greidd er yfirvinna skv. Launatöflu Kjalar lf. 122-5 og 13,04% orlof. Auk þess fá undirkjörstjórnir greitt fyrir fundi skv. gr. 12 komi til þess að þær þurfi einnig að funda vegna undirbúnings kosninga. Aðrir starfsmenn fá greitt fyrir vinnu á kjördegi eftir fjölda unninna klukkustunda. Greidd er yfirvinna skv. launatöflu Kjalar lf. 122-5 og 13,04% orlof."
Greinargerð :
Við breytingar á samþykkt um kjör fullltrúa í nefndum og ráðum sem samþykktar voru í lok árs 2006 lækkuðu laun kjörstjórnafulltrúa en þau höfðu verið um skeið töluvert hærri en tíðkaðist annars staðar. Samanburður nú við laun sem greidd eru fyrir vinnu í kjörstjórnum í nágrannasveitarfélögum okkar leiðir hins vegar í ljós að við breytinguna hefur myndast ósamræmi á hinn veginn og eru laun fyrir þessa vinnu orðin eitthvað lægri hér en í nágrannasveitarfélögum okkar eftir þá leiðréttingu sem gerð var. Breytingatillagan sem hér liggur fyrir leitast við að samræma laun sem greidd eru fyrir þessi störf hér við laun sem greidd eru í öðrum
sveitarfélögum í kringum okkur. Eftir breytingu yrðu laun kjörstjórnafólks og starfsmanna hér þau sömu og greidd eru á Akureyri fyrir sömu störf.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og að breytingin taki til vinnu vegna nýafstaðinna Alþingiskosninga.
"Laun vegna vinnu í yfirkjörstjórn á kjördegi og í aðdraganda kosninga er greidd eftir fjölda unninna klukkustunda, þar með talin fundarseta. Greidd er yfirvinna skv. launatöflu Kjalar lfl. 130-5 og 13,04% orlof. Formaður yfirkjörstjórnar fær 50% álag. Auk þess fær yfirkjörstjórn greitt fyrir fundi til undirbúnings kosningum skv. gr. 12. Laun vegna vinnu í undirkjörstjórnum á kjördegi og í aðdraganda kosninga er greidd eftir fjölda unninna klukkustunda. Greidd er yfirvinna skv. Launatöflu Kjalar lf. 122-5 og 13,04% orlof. Auk þess fá undirkjörstjórnir greitt fyrir fundi skv. gr. 12 komi til þess að þær þurfi einnig að funda vegna undirbúnings kosninga. Aðrir starfsmenn fá greitt fyrir vinnu á kjördegi eftir fjölda unninna klukkustunda. Greidd er yfirvinna skv. launatöflu Kjalar lf. 122-5 og 13,04% orlof."
Greinargerð :
Við breytingar á samþykkt um kjör fullltrúa í nefndum og ráðum sem samþykktar voru í lok árs 2006 lækkuðu laun kjörstjórnafulltrúa en þau höfðu verið um skeið töluvert hærri en tíðkaðist annars staðar. Samanburður nú við laun sem greidd eru fyrir vinnu í kjörstjórnum í nágrannasveitarfélögum okkar leiðir hins vegar í ljós að við breytinguna hefur myndast ósamræmi á hinn veginn og eru laun fyrir þessa vinnu orðin eitthvað lægri hér en í nágrannasveitarfélögum okkar eftir þá leiðréttingu sem gerð var. Breytingatillagan sem hér liggur fyrir leitast við að samræma laun sem greidd eru fyrir þessi störf hér við laun sem greidd eru í öðrum
sveitarfélögum í kringum okkur. Eftir breytingu yrðu laun kjörstjórnafólks og starfsmanna hér þau sömu og greidd eru á Akureyri fyrir sömu störf.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og að breytingin taki til vinnu vegna nýafstaðinna Alþingiskosninga.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðsla 476. fundar byggðarráðs staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.