Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Aðalfundur 27. apríl 2009
Málsnúmer 0904049Vakta málsnúmer
2.Farskólinn - miðstöð símenntunar, aðalfundarboð 2009
Málsnúmer 0904022Vakta málsnúmer
Boðað er til aðalfundar Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra. Byggðarráð samþykkir að Sigurður Árnason, form. fræðslunefndar, verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum, til vara Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
3.Breyting á samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum og ráðum - kjörstjórn.
Málsnúmer 0904017Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um launakjör fulltrúa í kjörstjórnum sveitarfélagsins. Afgreiðslu frestað, frekari upplýsingar verða lagðar fram á næsta fundi.
4.Byggðakvóti - fyrirspurn VG
Málsnúmer 0904046Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum VG varðandi byggðakvóta:
"Fyrirspurn til formanns byggðaráðs.
Óskað er skriflegra svara við eftirfarandi spurningum á næsta byggðaráðsfundi
Byggðakvóta fyrir Skagafjörð fiskveiðiárið 2007/2008 hefur enn ekki verið úthlutað.
Samanlagt áttu að úthlutast til Skagafjarðar 138 þorskígildistonn fyrir Hofsós og Sauðárkrók tímabilið 2007/2008.
Ef sveitarfélagið hyggst hafa áhrif á úthlutun byggðakvótans, þarf hverju sinni að semja tillögu að úthlutunarreglum, sem tekur m.a mið af úthlutuðu kvótamagni, sem kynna þarf og fá samþykktar af landbúnaðar-og sjávarútvegsráðuneyti og Fiskistofu.
Verulegir annmarkar eru á því að ætla Fiskistofu að úthluta kvótanum samkvæmt 10. grein laga nr. 116 frá 2006, án sérreglna frá sveitarfélaginu, einkum þeim 38 tonnum, sem komu í hlut sveitarfélagsins.
Eftir að tillögur sveitarstjórna hafa borist sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu skulu þær birtar með aðgengilegum hætti, svo sem á vefsíðu ráðuneytisins, eigi síðar en sjö dögum áður en tekin verður afstaða til þeirra. Reglum sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta þarf lögum samkvæmt að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda áður en til úthlutunar kemur.
Framkvæmd úthlutunar aflamarks til fiskiskipa í einstökum byggðarlögum er svo í höndum Fiskistofu. Ennfremur er gefin tveggja vikna kærufrestur.
Vegna byggðakvóta tímabilsins 2007/2008 þarf þessu stjórnsýsluferli og úthlutun að vera lokið fyrir 30. apríl næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hafði fullgild tillaga að úthlutunarreglum byggðakvóta fyrir kvótaárið 2007/2008 ekki borist ráðuneytinu frá Sveitarfélaginu Skagafirði þann 15. apríl síðastliðinn. Flest bendir því til þess að byggðakvóti sem ætlaður var í Skagafjörð muni fara forgörðum vegna aðgerðaleysis forsvarsmanna sveiarfélagsins.
Hvers vegna hefur sveitarfélagið ekki útfært reglur til úthlutunar kvótans í samræmi við tilmæli ráðuneytisins?
Er það ætlun sveitarfélagsins að nýta ekki þann byggðakvóta, sem til úthlutunar er fiskveiðiárið 2007/2008?"
Bjarni Jónsson
Gísli Árnason
VG
Svar við fyrirspurn sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna, Bjarna Jónssonar, áheyrnar-fulltrúa í byggðarráði og varasveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna, Gísla Árnasonar.
"Fyrri spurning:
?Hvers vegna hefur sveitarfélagið ekki útfært reglur til úthlutunar kvótans í samræmi við tilmæli ráðuneytisins??
Hér er því til að svara að sveitarfélög útfæra ekki reglur til úthlutunar byggðakvóta, það gerir Sjávarútvegsráðuneytið. Ráðuneytið óskar hins vegar eftir tillögum sveitarfélags um sérákvæði í reglum um úthlutun óski þau eftir því sem taki á þáttum sem talið er nauðsynlegt að hafa í reglum varðandi úthlutun á hverjum stað og ekki eru í almennum úthlutunarreglum ráðuneytisins. Ef ekki eru tilgreindar sérreglur af hálfu sveitarfélags gilda almennar úthlutunarreglur ráðuneytisins um úthlutun hafi verið sótt um byggðakvóta. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sótt um byggðakvóta síðustu kvótaár og gert tillögu til ráðuneytisins fyrir hvert kvótaár um þau sérákvæði sem við teljum nauðsynlegt að gildi um úthlutun hér. Hafa þær verið samhljóða síðustu kvótaár, þ.m.t. umrætt kvótaár 2007/2008 og ekki verið ágreiningur um þær í sveitarstjórn, byggðarráði eða atvinnumálanefnd sem fer með kvótamálin. Það hefur hins vegar verið uppi sú staða við síðustu úthlutanir, m.a. vegna seinagangs í sjávarútvegsráðuneytinu hvað varðar það að auglýsa eftir umsóknum um byggðakvóta og síðan senda frá sér til Fiskistofu eftir yfirferð kæra, úrskurði um vafaatriði o.þ.h. Mikið bar á slíku eftir breytingar sem gerðar voru á úthlutunarreglum í kjölfar athugasemdir umboðsmanns Alþingis. Þær breytingar fólu m.a. í sér flutning á sjálfri úthlutun kvótans frá sveitarfélögum til ráðuneytisins eða Fiskistofu í þess umboði. Vegna þessarar stöðu kom seint til úthlutunar og runnu nánast saman tvö kvótatímabil, 2006/2007 og 2007/2008. Einnig hafði áhrif á þessum tíma að lengi lá fiskvinnsla niðri á Hofsósi þannig að bátar gátu ekki lagt upp þar samkvæmt sérákvæði í úthlutunarreglum þar um. Þetta leiddi til þess að svo freista mætti þess að ná sem mestu af kvóta þessara ára taldi ráðuneytið að aflétta þyrfti sérákvæði í úthlutunarreglum ráðuneytisins sem sett var inn að tillögu okkar, þ.e. ákvæði um löndunarskyldu á Hofsósi. Var fallist á það af okkar hálfu að þetta sérákvæði yrði fellt út. Ráðuneytið sendi okkur undir lok febrúar s.l. tillögu sína að breyttu orðalagi reglna, sem eins og áður segir ráðuneytið setur, eftir að við höfðum upplýst símleiðis að fallist hefði verið á að breyting yrði gerð í þessa veru. Þau leiðu mistök urðu hins vegar í stjórnsýslunni að það láðist að senda strax svarpóst við pósti ráðuneytisins þar sem tillaga var gerð að nýjum úthlutunarreglum. Meðfylgjandi er útprentun tölvupósts sveitarstjóra til ráðuneytisins frá 17. apríl s.l. sem skýrir málavöxtu fyllilega. Hefur hann jafnframt haft samband við ráðuneytið og standa mál nú þannig að föstudaginn 23. apríl munu þessar reglur um úthlutun birtast í Stjórnartíðindum og í kjölfar þess fær Fiskistofa kvótann til úthlutunar á báta sem uppfylla öll skilyrði.
Síðari spurning:
?Er það ætlun sveitarfélagsins að nýta ekki þann byggðakvóta, sem til úthlutunar er fiskveiðiárið 2007/2008??
Sveitarfélög nýta ekki byggðakvóta, þau sækja einungis um kvóta skv. núgildandi lögum og reglum þar um en gera í framhaldinu tillögur um sérákvæði í reglunum sem þau telja að þurfi að gilda um úthlutun á sínu svæði, þ.e. ef talið er að einhver sérákvæði þurfi um úthlutun. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sótt um byggðakvóta fyrir Hofsós undanfarin kvótaár, m.a. umrætt kvótaár eins og fram hefur komið. Eftir leiðréttingu þeirra leiðu mistaka sem áttu sér stað varðandi tölvupóstsamskipti eru allar líkur til þess að hægt verði að úthluta byggðakvóta fyrir kvótaárið 2007/2008 til allra þeirra er uppfylla skilyrði. Það sem skiptir þó líklega sýnu meira máli er það að bátar á svæðinu tapa ekki rétti til að fá úthlutað byggðakvóta næsta kvótaár vegna þess að þeir hafi ekki fengið úthlutun árið á undan eða notið réttar til úthlutunar það ár.
Um leið og undirritaður vonar að ofangreindar upplýsingar svari fyrirspurn fyrirspyrjenda, þá get ég ekki látið hjá líða að koma þeirri skoðun minni á framfæri að rökréttara og einfaldara hefði verið fyrir fyrirspyrjendur að leita upplýsinga um gang umræddra mála með því að spyrjast fyrir í stjórnsýslunni og kanna hvernig mál stæðu áður en fyrirspurn af því tagi sem hér er sett fram yrði gerð. Á það ekki síst við þar sem texti fyrirspurnar ber með sér að fyrirspyrjendur höfðu ekki kynnt sér vel hvernig mál voru vaxin áður en skriflegri fyrirspurn er beint til formanns byggðarráðs. Mér sýnist nokkuð ljóst að hefðu menn kynnt sér mál betur hefði aldrei þurft að koma til þessarar fyrirspurnar með þeim hætti sem hún er sett fram. Ekkert er óeðlilegt við það að setja fram fyrirspurn af þessu tagi og óska skriflegra svara en það er ekki ósanngjörn krafa að áður en til slíks kemur sé kannað í þaula hvernig raunveruleg staða er varðandi það efni sem spurt er um. Hefði það verið gert í þessu tilfelli tel ég ólíklegt að komið hefði til skrifleg fyrirspurn af þessu tagi með ósk um skriflegt svar."
Sauðárkróki 23. apríl 2009
Gunnar Bragi Sveinsson
Formaður byggðarráðs
Gísli Árnason leggur fram bókun:
"Ég þakka framkomið svar við fyrirspurn minni varðandi úthlutun byggðakvóta ársins 2007/2008.
Þrátt fyrir skoðun formanns byggðaráðs, taldi ég nauðsynlegt að hafa þennan hátt á þar sem, þann 17. apríl, er ég sendi fyrirspurn mína, höfðu forsvarsmenn sveitarfélagsins í engu brugðist við tillögu ráðuneytisins að úthlutunarreglum þann 20. febrúar síðastliðinn, eða fyrirspurn um byggðakvótann þann 2. apríl síðastliðinn.
Fagna ég því að málið er loks komið á hreyfingu."
Gísli Árnason
VG
"Fyrirspurn til formanns byggðaráðs.
Óskað er skriflegra svara við eftirfarandi spurningum á næsta byggðaráðsfundi
Byggðakvóta fyrir Skagafjörð fiskveiðiárið 2007/2008 hefur enn ekki verið úthlutað.
Samanlagt áttu að úthlutast til Skagafjarðar 138 þorskígildistonn fyrir Hofsós og Sauðárkrók tímabilið 2007/2008.
Ef sveitarfélagið hyggst hafa áhrif á úthlutun byggðakvótans, þarf hverju sinni að semja tillögu að úthlutunarreglum, sem tekur m.a mið af úthlutuðu kvótamagni, sem kynna þarf og fá samþykktar af landbúnaðar-og sjávarútvegsráðuneyti og Fiskistofu.
Verulegir annmarkar eru á því að ætla Fiskistofu að úthluta kvótanum samkvæmt 10. grein laga nr. 116 frá 2006, án sérreglna frá sveitarfélaginu, einkum þeim 38 tonnum, sem komu í hlut sveitarfélagsins.
Eftir að tillögur sveitarstjórna hafa borist sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu skulu þær birtar með aðgengilegum hætti, svo sem á vefsíðu ráðuneytisins, eigi síðar en sjö dögum áður en tekin verður afstaða til þeirra. Reglum sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta þarf lögum samkvæmt að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda áður en til úthlutunar kemur.
Framkvæmd úthlutunar aflamarks til fiskiskipa í einstökum byggðarlögum er svo í höndum Fiskistofu. Ennfremur er gefin tveggja vikna kærufrestur.
Vegna byggðakvóta tímabilsins 2007/2008 þarf þessu stjórnsýsluferli og úthlutun að vera lokið fyrir 30. apríl næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hafði fullgild tillaga að úthlutunarreglum byggðakvóta fyrir kvótaárið 2007/2008 ekki borist ráðuneytinu frá Sveitarfélaginu Skagafirði þann 15. apríl síðastliðinn. Flest bendir því til þess að byggðakvóti sem ætlaður var í Skagafjörð muni fara forgörðum vegna aðgerðaleysis forsvarsmanna sveiarfélagsins.
Hvers vegna hefur sveitarfélagið ekki útfært reglur til úthlutunar kvótans í samræmi við tilmæli ráðuneytisins?
Er það ætlun sveitarfélagsins að nýta ekki þann byggðakvóta, sem til úthlutunar er fiskveiðiárið 2007/2008?"
Bjarni Jónsson
Gísli Árnason
VG
Svar við fyrirspurn sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna, Bjarna Jónssonar, áheyrnar-fulltrúa í byggðarráði og varasveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna, Gísla Árnasonar.
"Fyrri spurning:
?Hvers vegna hefur sveitarfélagið ekki útfært reglur til úthlutunar kvótans í samræmi við tilmæli ráðuneytisins??
Hér er því til að svara að sveitarfélög útfæra ekki reglur til úthlutunar byggðakvóta, það gerir Sjávarútvegsráðuneytið. Ráðuneytið óskar hins vegar eftir tillögum sveitarfélags um sérákvæði í reglum um úthlutun óski þau eftir því sem taki á þáttum sem talið er nauðsynlegt að hafa í reglum varðandi úthlutun á hverjum stað og ekki eru í almennum úthlutunarreglum ráðuneytisins. Ef ekki eru tilgreindar sérreglur af hálfu sveitarfélags gilda almennar úthlutunarreglur ráðuneytisins um úthlutun hafi verið sótt um byggðakvóta. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sótt um byggðakvóta síðustu kvótaár og gert tillögu til ráðuneytisins fyrir hvert kvótaár um þau sérákvæði sem við teljum nauðsynlegt að gildi um úthlutun hér. Hafa þær verið samhljóða síðustu kvótaár, þ.m.t. umrætt kvótaár 2007/2008 og ekki verið ágreiningur um þær í sveitarstjórn, byggðarráði eða atvinnumálanefnd sem fer með kvótamálin. Það hefur hins vegar verið uppi sú staða við síðustu úthlutanir, m.a. vegna seinagangs í sjávarútvegsráðuneytinu hvað varðar það að auglýsa eftir umsóknum um byggðakvóta og síðan senda frá sér til Fiskistofu eftir yfirferð kæra, úrskurði um vafaatriði o.þ.h. Mikið bar á slíku eftir breytingar sem gerðar voru á úthlutunarreglum í kjölfar athugasemdir umboðsmanns Alþingis. Þær breytingar fólu m.a. í sér flutning á sjálfri úthlutun kvótans frá sveitarfélögum til ráðuneytisins eða Fiskistofu í þess umboði. Vegna þessarar stöðu kom seint til úthlutunar og runnu nánast saman tvö kvótatímabil, 2006/2007 og 2007/2008. Einnig hafði áhrif á þessum tíma að lengi lá fiskvinnsla niðri á Hofsósi þannig að bátar gátu ekki lagt upp þar samkvæmt sérákvæði í úthlutunarreglum þar um. Þetta leiddi til þess að svo freista mætti þess að ná sem mestu af kvóta þessara ára taldi ráðuneytið að aflétta þyrfti sérákvæði í úthlutunarreglum ráðuneytisins sem sett var inn að tillögu okkar, þ.e. ákvæði um löndunarskyldu á Hofsósi. Var fallist á það af okkar hálfu að þetta sérákvæði yrði fellt út. Ráðuneytið sendi okkur undir lok febrúar s.l. tillögu sína að breyttu orðalagi reglna, sem eins og áður segir ráðuneytið setur, eftir að við höfðum upplýst símleiðis að fallist hefði verið á að breyting yrði gerð í þessa veru. Þau leiðu mistök urðu hins vegar í stjórnsýslunni að það láðist að senda strax svarpóst við pósti ráðuneytisins þar sem tillaga var gerð að nýjum úthlutunarreglum. Meðfylgjandi er útprentun tölvupósts sveitarstjóra til ráðuneytisins frá 17. apríl s.l. sem skýrir málavöxtu fyllilega. Hefur hann jafnframt haft samband við ráðuneytið og standa mál nú þannig að föstudaginn 23. apríl munu þessar reglur um úthlutun birtast í Stjórnartíðindum og í kjölfar þess fær Fiskistofa kvótann til úthlutunar á báta sem uppfylla öll skilyrði.
Síðari spurning:
?Er það ætlun sveitarfélagsins að nýta ekki þann byggðakvóta, sem til úthlutunar er fiskveiðiárið 2007/2008??
Sveitarfélög nýta ekki byggðakvóta, þau sækja einungis um kvóta skv. núgildandi lögum og reglum þar um en gera í framhaldinu tillögur um sérákvæði í reglunum sem þau telja að þurfi að gilda um úthlutun á sínu svæði, þ.e. ef talið er að einhver sérákvæði þurfi um úthlutun. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sótt um byggðakvóta fyrir Hofsós undanfarin kvótaár, m.a. umrætt kvótaár eins og fram hefur komið. Eftir leiðréttingu þeirra leiðu mistaka sem áttu sér stað varðandi tölvupóstsamskipti eru allar líkur til þess að hægt verði að úthluta byggðakvóta fyrir kvótaárið 2007/2008 til allra þeirra er uppfylla skilyrði. Það sem skiptir þó líklega sýnu meira máli er það að bátar á svæðinu tapa ekki rétti til að fá úthlutað byggðakvóta næsta kvótaár vegna þess að þeir hafi ekki fengið úthlutun árið á undan eða notið réttar til úthlutunar það ár.
Um leið og undirritaður vonar að ofangreindar upplýsingar svari fyrirspurn fyrirspyrjenda, þá get ég ekki látið hjá líða að koma þeirri skoðun minni á framfæri að rökréttara og einfaldara hefði verið fyrir fyrirspyrjendur að leita upplýsinga um gang umræddra mála með því að spyrjast fyrir í stjórnsýslunni og kanna hvernig mál stæðu áður en fyrirspurn af því tagi sem hér er sett fram yrði gerð. Á það ekki síst við þar sem texti fyrirspurnar ber með sér að fyrirspyrjendur höfðu ekki kynnt sér vel hvernig mál voru vaxin áður en skriflegri fyrirspurn er beint til formanns byggðarráðs. Mér sýnist nokkuð ljóst að hefðu menn kynnt sér mál betur hefði aldrei þurft að koma til þessarar fyrirspurnar með þeim hætti sem hún er sett fram. Ekkert er óeðlilegt við það að setja fram fyrirspurn af þessu tagi og óska skriflegra svara en það er ekki ósanngjörn krafa að áður en til slíks kemur sé kannað í þaula hvernig raunveruleg staða er varðandi það efni sem spurt er um. Hefði það verið gert í þessu tilfelli tel ég ólíklegt að komið hefði til skrifleg fyrirspurn af þessu tagi með ósk um skriflegt svar."
Sauðárkróki 23. apríl 2009
Gunnar Bragi Sveinsson
Formaður byggðarráðs
Gísli Árnason leggur fram bókun:
"Ég þakka framkomið svar við fyrirspurn minni varðandi úthlutun byggðakvóta ársins 2007/2008.
Þrátt fyrir skoðun formanns byggðaráðs, taldi ég nauðsynlegt að hafa þennan hátt á þar sem, þann 17. apríl, er ég sendi fyrirspurn mína, höfðu forsvarsmenn sveitarfélagsins í engu brugðist við tillögu ráðuneytisins að úthlutunarreglum þann 20. febrúar síðastliðinn, eða fyrirspurn um byggðakvótann þann 2. apríl síðastliðinn.
Fagna ég því að málið er loks komið á hreyfingu."
Gísli Árnason
VG
5.Erindi frá Sjóvá
Málsnúmer 0904016Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Sjóvá, dags. 2. apríl 2009. Núverandi vátryggingarsamningar sveitarfélagsins eru í gildi til ársloka 2010. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.
6.Stóra-Gröf ytri land 193955 - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0904010Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 1. apríl 2009, þar sem Jónína Stefánsdóttir, kt. 031253-5439, sækir um rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna í Stóru-Gröf ytri. Forsvarsmaður Jónína Stefánsdóttir, Stóru-Gröf ytri, 551 Skr. Byggðarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti, svo fremi önnur skilyrði séu uppfyllt.
7.Kirkjutorg 3 - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0904011Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem Selma Hjörvarsdóttir kt 070762-2779 og Tómas Árdal kt. 210959-5489 fh. Spíru ehf, kt. 420207-0770 sækja um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gistiheimilið Miklagarð, Kirkjutorgi 3, Sauðárkróki. Umsækjendur eru jafnframt forsvarsmenn. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
8.Suðurgata 3 - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0904012Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 3. apríl 2009, þar sem Lilja Amalía Ingimarsdóttir kt. 240739-2089 sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veisluþjónustu og veitingasölu að Suðurgötu 3, Sauðárkróki. Forsvarsmenn Lilja Amalía Ingimarsdóttir, Grundarstíg 18, Sauðárkróki og Sóley Skarphéðinsdóttir, Tröð, 551 Skr. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
9.Melsgil 145994 - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0904026Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 14. apríl 2009, þar sem Ragnheiður Björnsdóttir kt. 191247-4699 sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Melsgil. Forsvarsmaður Ragnheiður Björnsdóttir, Glæsibæ, 551 Skr. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
10.Lindargata 3, Hótel Tindastóll - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0904028Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sýslumanningum á Sauðárkróki, dags. 16. apríl 2009, þar sem Guðbjörg Ragnarsdóttir, kt. 171271-4879, f.h. Norðar ehf. kt. 710305-0640, sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Hótel Tindastól, Lindargötu 3, Sauðárkróki. Forsvarsmaður Guðbjörg Ragnarsdóttir, Birkihlíð 1, Sauðárkróki. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
11.Sölvanes 146238 - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0904029Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 16. apríl 2009, þar sem Magnús Óskarsson, kt. 160847-7199, sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna í Sölvanesi. Forsvarsmaður Magnús Óskarsson, Sölvanesi, 560 Varmahlíð. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
12.Glaumbær lóð 146033, Áshús - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0904030Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 16. apríl 2009, þar sem A. Herdís Sigurðardóttir, kt. 170367-4569, sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Áskaffi í Glaumbæ. Forsvarsmaður A. Herdís Sigurðardóttir, Aðalgötu 4, Skr. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
13.Breytt skráning í þjóðskrá - Anup Gurung
Málsnúmer 0904052Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Þjóðskrá, dags. 24. apríl 2009, þar sem fram kemur að Anup Gurung, kt. 100182-2119, Lundi, Varmahlíð, hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt 21. apríl 2009.
Byggðarráð samþykkir að taka Anup Gurung inn á kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar til Alþingiskosninga 25. apríl 2009.
Byggðarráð samþykkir að taka Anup Gurung inn á kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar til Alþingiskosninga 25. apríl 2009.
Fundi slitið - kl. 09:24.
Byggðarráð samþykkir að Snorri Styrkársson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Er hann jafnframt tilnefndur sem aðalfulltrúi sveitarfélagsins í stjórn og Gunnar Bragi Sveinsson til vara.