Hlíðarendi Golfvöllur - samn. um rekstur
Málsnúmer 0904038
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 141. fundur - 28.04.2009
Frístundastjóri kynnir tillögu að samningi milli stjórnar Golfklúbbs Sauðárkróks og Sveitarfélagsins um þátttöku í almennum rekstri klúbbsins og golfvallarins á Hlíðarenda árið 2009. Félags-og tómstundanefnd samþykkir að heildarupphæð samningsins nemi 3,0 milljónum króna í ár. Samþykkt að árlega liggi fyrir drög að nýjum samningi við gerð fjárhagsáætlunar í lok október.Formaður,Allan Morthens, vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 246. fundur - 05.05.2009
Bjarni Jónsson leggur fram bókun:
?Eðlilegt er að samningar sem þessir ? annars vegar um 3 millj. króna til rekstrar golfklúbbsins og golfvallarins árið 2009 og hins vegar samningur um umhirðu á íþróttaleikvanginum fyrir 1,2 millj. - séu ræddir í byggðarráði þó að ráð sé fyrir slíku gert á fjárhagsáætlun. Ekki kemur heldur fram í fundargerð hvaðan þessir fjármunir eru teknir. Benda má á að þær litlu 50.000 kr., sem Fljótamenn fá fyrir tómstundanámskeið fyrir börn í sumar, verða færðar á tilgreindan gjaldalið.?
Afgreiðsla 141. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 246. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
?Eðlilegt er að samningar sem þessir ? annars vegar um 3 millj. króna til rekstrar golfklúbbsins og golfvallarins árið 2009 og hins vegar samningur um umhirðu á íþróttaleikvanginum fyrir 1,2 millj. - séu ræddir í byggðarráði þó að ráð sé fyrir slíku gert á fjárhagsáætlun. Ekki kemur heldur fram í fundargerð hvaðan þessir fjármunir eru teknir. Benda má á að þær litlu 50.000 kr., sem Fljótamenn fá fyrir tómstundanámskeið fyrir börn í sumar, verða færðar á tilgreindan gjaldalið.?
Afgreiðsla 141. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 246. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.