Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

141. fundur 28. apríl 2009 kl. 09:15 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir frístundastjóri, Gunnar Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Tilboð í gerð rafræns skráningarkerfis Sumar T.Í.M.

Málsnúmer 0903105Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Húss frítímans kynnir tilboð frá STEFNU um gerð rafræns skráningakerfis. Félags-og tómstundanefnd samþykkir samningsdögin eins og þau eru fyrir lögð. Kostnaður verður gjaldfærður á málaflokk 06390.

2.Hús frítímans-umsókn í framkv.sjóð aldraðra

Málsnúmer 0903057Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd fagnar úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra til Húss frítímans en ákveðið var að veita Húsinu styrk að upphæð kr. 16.340.000.-

3.Íþróttafulltrúi - vinnuaðstaða

Málsnúmer 0903023Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að komið verði upp vinnuaðstöðu fyrir íþróttafulltrúa í íþróttahúsinu á Sauðárkróki enda er hann forstöðumaður hússins og gengur þar vaktir og leysir af. Kostnaður er áætlaður 300 þúsund krónur sem rúmast innan fjárhagsáætlunar íþróttahússins.

4.Umsjón með íþróttavellinum á Hofsósi

Málsnúmer 0811027Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að veita 600 þúsund krónur til reksturs íþróttavallar á Hofsósi sumarið 2009 af gjaldalið 06620-09925

5.Umsókn um styrk til leikjanámskeiðs í Fljótum sumarið 2009

Málsnúmer 0904047Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að veita foreldrafélagi barna í Fljótum 50 þúsund króna styrk til að halda tómstundanámskeið í sumar. Greiðslan verður innt af hendir þegar fyrir liggur skýrsla um starfið af gjaldalið 06390.

6.Hlíðarendi Golfvöllur - samn. um rekstur

Málsnúmer 0904038Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir tillögu að samningi milli stjórnar Golfklúbbs Sauðárkróks og Sveitarfélagsins um þátttöku í almennum rekstri klúbbsins og golfvallarins á Hlíðarenda árið 2009. Félags-og tómstundanefnd samþykkir að heildarupphæð samningsins nemi 3,0 milljónum króna í ár. Samþykkt að árlega liggi fyrir drög að nýjum samningi við gerð fjárhagsáætlunar í lok október.Formaður,Allan Morthens, vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

7.Golfklúbbur - Íþróttavöllur, þjónustusamningur

Málsnúmer 0904039Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir tillögu að þjónustusamningi milli stjórnar Golfklúbbs Sauðárkróks um slátt og vélavinnu á íþróttaleikvanginum á Sauðárkróki vegna sumarsins 2009. Kostnaður við slátt nemur 1,2 milljónum auk áburðarkostnaðar.
Samþykkt að árlega liggi fyrir drög að nýjum samningi við gerð fjárhagsáætlunar í lok október. Formaður, Allan Morthens, vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

8.Laun unglinga í Vinnuskóla Skagafjarðar 2009

Málsnúmer 0904032Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir fyrirlagðar tillögur um að tímalaun unglinga í Vinnskóla Skagafjarðar sumarið 2009 verði eftirfarandi og taki mið af launaflokki 116-3. þrepi:
7.bekkur 335,- 34% ( 2 vikur, 4 klst. á dag )
8.bekkur 385,- 39% (5 vikur, 6 klst. á dag)
9.bekkur 460,- 47% (7 vikur, 6 klst. á dag )
10.bekkur 550,- 56% ( 8 vikur, 6 klst. á dag )
Þar að auki leggur nefndin til að laun ungmenna fædd 1991 og 1992 sem ráðin verða til Sveitarfélagsins í sumarverkefni verði eftirfarandi og gildi um allar deildir sveitarfélagsins sem einnig tekur mið af launaflokki 116-3. þrepi :
árgangur 1992 640,-70%+orlof ( 8 vikur, 6 klst. á dag )
árgangur 1991 680,-74%+orlof ( 8 vikur, 6 klst. á dag )

9.Matjurtagarðar f. almenning til leigu

Málsnúmer 0904031Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd leggur til að matjurtagarðar verði leigðir út til almennings þar sem skólagarðar hafa áður verið. Frístundastjóra falið að ganga frá málinu í samvinnu við sviðsstjóra tæknideildar og garðyrkjustjóra.

10.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál

Málsnúmer 0903011Vakta málsnúmer

Afgreiddar 4 umsóknir.

11.Starfsumsókn

Málsnúmer 0904048Vakta málsnúmer

Um er að ræða umsókn starfsmanns á sambýli sem aflað hefur sér starfsréttinda sem þroskaþjálfi og óskar eftir ráðningu sem slíkur.
Það er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að fjölga faglærðu starfsfólki í málefnum fatlaðra, sbr. starfsáætlun fyrir árið 2009.
Félagsmálastjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við starfsáætlun.

12.Beiðni um undanþágu 6. barn í dagvistun í heimahúsum 02-60-10

Málsnúmer 0904056Vakta málsnúmer

Skv. Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 hefur félagsmálanefnd ekki heimild til að veita undanþágu frá hámarksfjölda barna. Erindinu synjað.

13.Dagvistun aldraðra sumarlokanir

Málsnúmer 0904057Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Elísabetar Pálmadóttur, forstöðumanns Dagvistar aldraðra, um sumarlokun 2009. Lokað verður í fjórar vikur í sumar, einnig verði lokað á föstudögum í júní, júlí og ágúst. Gripið verður til aðgerða til að koma til móts við notendur með aukinni þjónustu þá daga sem opið er til að skerðing þjónustu verði sem minnst.

Fundi slitið - kl. 14:00.