Fara í efni

Ársreikningur 2008

Málsnúmer 0904061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 474. fundur - 30.04.2009

Lagður fram til kynningar ársreikningur sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2008. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG kynnti og fór yfir helstu niðurstöður. Vék hann síðan af fundinum. Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 246. fundur - 05.05.2009

Afgreiðslu þessa liðar vísað til dagskrárliðarins Ársreikningur 2008.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 246. fundur - 05.05.2009

Erindi vísað frá byggðaráði, 474. fundi dags. 30. apr. 2009.
Fyrri umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2008. Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG Endurskoðun, Sauðárkróki, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, fór yfir og kynnti ársreikninginn á sérstökum fundi með sveitarstjórn, nefndaformönnum, sviðstjórum og forstöðumönnum rekstrareininga, sem haldinn var á undan sveitarstjórnarfundinum í dag.

Enginn kvaddi sér hljóðs.

Tillaga um að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Síðari umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2008.

Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri tók til máls og skýrði reikninginn. Engar breytingar hafa orðið frá fyrri umræðu.

Niðurstöðutölur rekstrarreiknings ársins 2008 eru þessar;
Rekstrartekjur fyrir A- og B- hluta sveitarsjóðs 2.914,7 mkr, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 2.541,5 mkr. Rekstrargjöld A-hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda voru 2.540,9 mkr., en 2.790,5 mkr. í A og B-hluta. Nettó fjármagnsliðir til gjalda hjá A-hluta sveitarsjóðs eru 125,0 mkr. og samantekið fyrir A og B hluta 607,0 mkr.
Rekstrarniðurstaða er neikvæð í A-hluta að upphæð 124,3 mkr. og einnig í samanteknum A og B hluta að upphæð 482,8 mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2008 nam 704,3 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 791,8 mkr. Langtímaskuldir A-hluta eru 1.053,4 mkr. og A og B-hluta í heild 2.594,4 mkr.
Lífeyrisskuldbindingar eru í heild 694,0 mkr. og skammtímaskuldir 746,0 mkr.

Leggur sveitarstjóri til að ársreikningur 2008 verði samþykktur.

Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir og lagði fram bókun fulltrúa Samfylkingar og Framsóknarflokks:

?Ársreikningur 2008 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð ber veruleg merki bankahrunsins á haustmánuðum og þeirra efnahagsþrenginga sem fylgdu í kjölfarið. Sviptingar í gengi íslensku krónunnar, auk mikillar verðbólgu, valda verulegri hækkun á fjármagnsliðum milli ára. Vandséð er hvernig sveitarfélög geti varið sig í rekstri í því árferði sem varð á síðasta ári. Fjármagnsliðir auk vísitöluhækkunar lífeyrisskuldbindinga orsakaði reiknaðan útgjaldaauka uppá rúmar 460 milljónir króna á árinu 2008 umfram árið 2007. Gera má ráð fyrir að góður hluti þessarar reiknuðu stærða gangi til baka þegar gengi íslensku krónunnar færist í eðlilegra horf.
Þrátt fyrir hið reiknaða tap af rekstri samstæðu sveitarfélagsins voru skuldir sveitarfélagsins greiddar niður um 163 milljónir króna umfram nýjar lántökur á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri óx úr 338 milljónum króna árið 2007 í 461 milljónir króna á árinu 2008 og fjárfestingar voru verulegar og námu 422 milljónir króna. Þessa getu sveitarsjóðs má þakka hagræðingu og ábyrgum rekstri árin á undan og þess vegna var hægt að framkvæma jafn mikið á árinu án þess að skerða greiðsluhæfi sveitarsjóðs.
Skuldir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru miklar og því mikilvægt að sveitarstjórn vandi sig í rekstri og framkvæmdum. Við teljum að með varkárni og ábyrgð í rekstri og bjartsýnina að leiðarljósi á framtíð skagfirsks atvinnu- og mannlífs munum við á komandi árum ná tökum á neikvæðum áhrifum þessara efnahagslegu sviptinga á skuldir og rekstur sveitarsjóðs. Til þess þarf að virkja samvinnu- og samtakamátt sveitarstjórnarfulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins með fyrirtækjum og íbúum héraðsins.
Meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar þakkar öllum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir gott og óeigingjarnt starf að rekstri sveitarfélagsins á árinu 2008.?
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Ólafur Atli Sindrason
Einar E. Einarsson

Ársreikningur 2008 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess borinn undir atkvæði og samþykktur með níu atkvæðum.