Fara í efni

Gjöf til minningar um Stefán Íslandi

Málsnúmer 0905057

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 39. fundur - 27.05.2009

Lagt fram gjafabréf frá Stefáni Stefánssyni sem hann afhenti sveitarfélaginu við opnun Miðgarðs 26. apríl sl. Bréfinu fylgja úrklippur með sögu Stefáns Íslandi. Menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir gjöfina. Starfsmanni falið að koma þökkum nefndarinnar á framfæri.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 477. fundur - 28.05.2009

Lagt fram til kynningar bréf frá Stefáni Stefánssyni, Kópavogi þar sem fram kemur að hann afhendir Sveitarfélaginu Skagafirði innbundin afrit af úrklippum, dagskrám ofl. sem spannar söngferil Stefáns Íslandi óperusöngvara á árunum 1935-1984. Gjöfin er gefin í tilefndi opnunar minjaherbergis í Menningarhúsinu Miðgarði, um Stefán Íslandi föður hans, Einnig þakkar Stefán Karlakórnum Heimi fyrir að halda minningu Stefáns Íslandi á lofti.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 477. fundar byggðarráðs lögð fram á 248. fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 39. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.