Menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs
Málsnúmer 0812021Vakta málsnúmer
2.Leiga á Ljósheimum
Málsnúmer 0801020Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sigrúnu Aadnegard rekstraraðila Ljósheima þar sem hún fer fram á framlengingu á núverandi leigusamningi til ársloka 2011. Menningar- og kynningarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, Guðrúnu Brynleifsdóttur er falið að ræða við meðeigendur og ganga frá samningi.
3.Skagasel - rekstur 2009
Málsnúmer 0903049Vakta málsnúmer
Lagður fram til staðfestingar samningur milli hússtjórnar Skagasels og Sigrúnar Mörtu Gunnarsdóttur. Erindi samþykkt.
4.Náttúrugripasafn
Málsnúmer 0903084Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi möguleika á uppbyggingu náttúrugripasafns/sýningar í Skagafirði. Óskar Dr. Þorsteinn Sæmundsson eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins um hvort og hvernig megi byggja upp áhugaverða sýningu/kynningu/safn á lífríki og náttúru Skagafjarðar.
Erindinu var vísað til Menningar- og kynningarnefndar frá Byggðarráði til afgreiðslu.
Formaður hefur rætt við Þorstein og í framhaldi af því var starfsmanni falið að kanna möguleikana og gera Þorsteini grein fyrir niðurstöðunni.
Erindinu var vísað til Menningar- og kynningarnefndar frá Byggðarráði til afgreiðslu.
Formaður hefur rætt við Þorstein og í framhaldi af því var starfsmanni falið að kanna möguleikana og gera Þorsteini grein fyrir niðurstöðunni.
5.Gjöf til minningar um Stefán Íslandi
Málsnúmer 0905057Vakta málsnúmer
Lagt fram gjafabréf frá Stefáni Stefánssyni sem hann afhenti sveitarfélaginu við opnun Miðgarðs 26. apríl sl. Bréfinu fylgja úrklippur með sögu Stefáns Íslandi. Menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir gjöfina. Starfsmanni falið að koma þökkum nefndarinnar á framfæri.
6.Suzuki-fiðlunámskeið - styrkumsókn 2009
Málsnúmer 0903072Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn um styrk frá Kristínu Höllu Bragadóttur vegna sumarnámskeiðs á fiðlu sem hún stendur fyrir í júní. Samkvæmt ákvörðun Menningar- og kynningarnefndar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2009 var ákveðið að úthluta ekki úr menningarsjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Var sú ákvörðun kynnt með auglýsingu í Sjónhorninu, umsókn er því hafnað.
7.Umsókn um styrk vegna tónlistarveislu í Sæluviku
Málsnúmer 0903088Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Sigurpáli Aðalsteinssyni um styrk til tónlistarveislu sem haldin var 1. maí sl. í tilefni af Sæluviku. Byggðarráð vísaði erindinu til Menningar- og kynningarnefndar til umsagnar. Samkvæmt ákvörðun Menningar- og kynningarnefndar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2009 var ákveðið að úthluta ekki úr menningarsjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Menningar- og kynningarnefnd hefur því ekki fjármuni til að verða við þessu erindi.
Fundi slitið - kl. 15:11.
Alls bárust sjö umsóknir.
Farið var yfir umsóknirnar og ákveðið að boða tvo aðila á eigendafund í Miðgarði, þar sem þeir geta gert nánari grein fyrir sínum umsóknum.