Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð skiptir með sér verkum.
Málsnúmer 0905062Vakta málsnúmer
2.Kynning á verkefnum sem unnið er að í uppbyggingu menningar- og heilsutengdar ferðaþjónustu.
Málsnúmer 0905063Vakta málsnúmer
Valgeir Þorvaldssson ásamt fríðu föruneyti komu á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynntu verkefni um uppbyggingu menningar- og heilsutengdrar ferðaþjónustu í Kolkuósi og hótelbyggingu á Hofsósi.
3.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót
Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer
Fulltrúar frá Sjálfseignarstofnunarinni Hofsbót og Ungmennafélaginu Neista komu á fundinn undir þessum dagskrárlið. Kynntu framgang hugmyndavinnu um byggingu íþróttahúss við sundlaugina á Hofsósi. Afhenti síðan Védís Árnadóttir fulltrúi Sjálfseignarstofnunarinnar Hofsbótar byggðarráði eftirfarandi tilboð til sveitarstjórnar:
?Með tilliti til þeirra einstöku aðstæðna sem skapast hafa með hinni höfðinglegu gjöf Steinunnar Jónsdóttur og Lilju Pálmadóttur á sundlaug á Hofsósi hafa Ungmennafélagið Neisti og Sjálfseignarstofnuninni Hofsbót látið gera hagkvæmnismat á uppbyggingu íþróttahúss sem tengist hinni nýju sundlaugarbyggingu á Hofsósi. Umrætt mat hefur leitt í ljós tugi milljóna í sparnað með samnýtingu búningsaðstöðu og fleiri sameiginlegra þátta bæði hvað varðar stofnframkvæmd og rekstur. Ungmennafélagið Neisti og Sjálfseignarstofnunin Hofsbót vilja því leggja sitt af mörkum til að umræddur sparnaður náist og lýsa sig tilbúin til að gefa sem svarar 50% af kostnaði við uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi. Samkvæmt frumkostnaðaráætlun frá Verkfræðistofunni Verkís er gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar verði 210 milljónir króna. Umrædd gjöf nemur því um 105 milljónum króna og byggir hún annars vegar á peningaframlagi og hins vegar á vinnuframlagi. Sparisjóður Skagafjarðar hefur jafnframt gefið Ungmennafélaginu Neista og Sjálfseignarstofnuninni Hofsbót vilyrði fyrir 25 ára fjármögnun á þeim 105 milljónum króna sem eftir standa í samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð. Tilboðsgjafar lýsa sig einnig fúsa til að taka að sér umsjón með framkvæmdinni með það að markmiði að íþróttahúsið verði gert fokhelt á árinu 2009 og framkvæmdum við húsið verði að fullu lokið í síðasta lagi haustið 2011. Hofsósi 28. maí 2009, fh. Ungmennafélagsins Neista, Þorgils Pálsson formaður, fh. Sjálfseignarst. Hofsbótar, Védís Árnadóttir formaður.?
?Með tilliti til þeirra einstöku aðstæðna sem skapast hafa með hinni höfðinglegu gjöf Steinunnar Jónsdóttur og Lilju Pálmadóttur á sundlaug á Hofsósi hafa Ungmennafélagið Neisti og Sjálfseignarstofnuninni Hofsbót látið gera hagkvæmnismat á uppbyggingu íþróttahúss sem tengist hinni nýju sundlaugarbyggingu á Hofsósi. Umrætt mat hefur leitt í ljós tugi milljóna í sparnað með samnýtingu búningsaðstöðu og fleiri sameiginlegra þátta bæði hvað varðar stofnframkvæmd og rekstur. Ungmennafélagið Neisti og Sjálfseignarstofnunin Hofsbót vilja því leggja sitt af mörkum til að umræddur sparnaður náist og lýsa sig tilbúin til að gefa sem svarar 50% af kostnaði við uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi. Samkvæmt frumkostnaðaráætlun frá Verkfræðistofunni Verkís er gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar verði 210 milljónir króna. Umrædd gjöf nemur því um 105 milljónum króna og byggir hún annars vegar á peningaframlagi og hins vegar á vinnuframlagi. Sparisjóður Skagafjarðar hefur jafnframt gefið Ungmennafélaginu Neista og Sjálfseignarstofnuninni Hofsbót vilyrði fyrir 25 ára fjármögnun á þeim 105 milljónum króna sem eftir standa í samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð. Tilboðsgjafar lýsa sig einnig fúsa til að taka að sér umsjón með framkvæmdinni með það að markmiði að íþróttahúsið verði gert fokhelt á árinu 2009 og framkvæmdum við húsið verði að fullu lokið í síðasta lagi haustið 2011. Hofsósi 28. maí 2009, fh. Ungmennafélagsins Neista, Þorgils Pálsson formaður, fh. Sjálfseignarst. Hofsbótar, Védís Árnadóttir formaður.?
4.Greinargerð vegna leikskólabyggingar
Málsnúmer 0903039Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri lagði fram til kynningar greinargerð Kristjáns Jónassonar, lögg. endurskoðanda hjá KPMG hf. varðandi framkvæmd við leikskóla, umfjöllun skv. 65. gr. sveitarstjórnarlaga.
Páll Dagbjartsson óskar bókað: ?Skýrsla KPMG sýnir glöggt að sveitarfélagið stendur ekki undir núverandi skuldum miðað við óbreyttar forsendur og því síður ef lántökur verða auknar.?
Gísli Árnason óskar bókað: ?Samkvæmt skýrslu KPMG er ljóst að af 59,8 milljóna króna árlegum kostnaði sveitarfélagsins næstu ár, vegna framkvæmdarinnar eru 43,4 milljónir króna fjármagnskostnaður vegna lántöku."
Páll Dagbjartsson óskar bókað: ?Skýrsla KPMG sýnir glöggt að sveitarfélagið stendur ekki undir núverandi skuldum miðað við óbreyttar forsendur og því síður ef lántökur verða auknar.?
Gísli Árnason óskar bókað: ?Samkvæmt skýrslu KPMG er ljóst að af 59,8 milljóna króna árlegum kostnaði sveitarfélagsins næstu ár, vegna framkvæmdarinnar eru 43,4 milljónir króna fjármagnskostnaður vegna lántöku."
5.Lánasj.sv.fél.- Lánsumsókn v/bygg.leikskóla við Árkíl, Sauðárkróki
Málsnúmer 0811028Vakta málsnúmer
Lánssamningi við Lánasjóð sveitarfélaga vísað frá 247. fundi sveitarstjórnar með svohljóðandi bókun: "Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ? með leyfi annars varaforseta -, Guðmundur Guðlaugsson.
Þá Bjarni Jónsson og lagði til að afgreiðslu þessa lánssamnings verði frestað þangað til álit óháðs endurskoðanda liggur fyrir.
Því næst töluðu Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ? með leyfi annars varaforseta - og Guðmundur Guðlaugsson.
Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs og lagði til að afgreiðslu þessa máls verði frestað.
Síðan tóku til máls Guðmundur Guðlaugsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson. Þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ? með leyfi annars varaforseta -,og leggur til að þessum lið verði vísað til Byggðarráðs og Byggðarráði gefin heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Tillaga um vísun málsins til Byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum."
?Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 145.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til framkvæmda hjá eignasjóði, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni, kt. 140259-4899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.?
Páll Dagbjartsson og Gísli Árnason leggja fram svohljóðandi bókun:
?Fyrir síðustu kosningar voru öll framboð til sveitarstjórnar sammála um þörf fyrir byggingu leikskóla á Sauðárkróki og ekki hefur verið teljandi ágreiningur hingað til um að ráðast í framkvæmdina þrátt fyrir að meirihlutinn hafi aldrei hleypt fulltrúum minnihlutans að undirbúningsferlinu. Ekki hefur verið skipuð byggingarnefnd með þátttöku minnihlutans. Aldrei hafa verið lögð fram fullunnin hönnunargögn í byggðaráði. Aldrei lögð fram kostnaðaráætlun í byggðaráði. Aldrei lagðar fram teikningar mannvirkisins í byggðaráði. Meirihlutinn hefur í raun markvisst hunsað allt samráð við minnihlutann og varnað honum aðkomu að málinu.
Við fulltrúar minnihlutans höfum ítrekað kallað eftir álitsgerð sérfróðs aðila vegna fyrirhugaðrar leikskólabyggingar svo sem skylt er skv 65. gr. sveitarstjórnarlaga.
Nú liggur fyrir skýrsla frá KPMG varðandi áhrif byggingar leikskólans við Árkíl á fjárhag sveitarfélagsins. Þar kemur fram að áhrifin á framtíðarrekstur sveitarfélagsins munu auka útgjöld þess um 59.8 milljónir króna á ári, og þá einungis miðað við 5% verðbólgu. Í skýrslunni er varað við auknum lántökum nema til komi veruleg hagræðing í rekstri eða auknar tekjur, ella leiði það til greiðsluvandræða sveitarfélagsins, þar eð eigið fé verður fljótt upp urið.
Minnt er á að nýverið var samþykktur ársreikningur sveitarfélagsins vegna ársins 2008 þar sem fram kemur að heildarskuldir sveitarsfélagsins, A- og B hluta samanlagt, nema 4.034 milljónum króna og tap samstæðunnar er 483 milljónir á árinu 2008. Einnig er minnt á að fjárhagsáætlun ársins 2009 gerir ráð fyrir rekstrartapi sveitarsjóðs upp á 27 milljór, áður en tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Endurskoðuð fjárhagsáætlun, sem fyrirhuguð var í apríl, liggur ekki fyrir. Ekki heldur þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið.
Minnkandi tekjur ríkissjóðs munu hafa áhrif á framlög jöfnunarsjóðs og má því búast við neikvæðum áhrifum þess á afkomu sveitarfélagsins.
Gera má ráð fyrir að meginhluti ?reiknaðs? útgjaldaauka vegna gengistryggðra lána sé að miklu leiti kominn til að vera, og ?reiknað? tap ársins verulegt, á þriðja hundrað milljónir króna.
Vegna þess sem að framan greinir, svo og hins ótrygga efnahagsástands í þjóðfélaginu, teljum við of áhættusamt að leggja út í auknar lántökur og stefna efnahag sveitarfélagsins í þrot. Með hagsmuni sveitarfélagsins í huga, sem þarf að standa undir lögbundinni grunnþjónustu við íbúa, teljum við sveitarfélagið ekki standa undir slíkum lántökum.
Við breyttar forsendur lýsum við yfir fullum vilja til að koma að málinu, með það að markmiði að unnt verði að halda áfram byggingunni við Árkíl.
Fyrirhyggjuleysi meirihluta sveitarstjórnar í fjármálum sveitarfélagsins er áhyggjuefni þar sem staðan er nú þegar orðin alvarleg.?
Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
?Byggðarráð hefur haldið utan um allar framkvæmdir varðandi leikskólabygginguna, fjallað um verkið og tekið ákvarðanir þar um. Allar ákvarðanir hafa því verið teknar af fulltrúum byggðarráðs. Núverandi fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir hagræðingu í rekstri sem gerir sveitarfélaginu kleift að taka lán og halda áfram með leikskólabygginguna við Árkíl. Í ljósi þessa er slæmt til þess að vita að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna vilja stöðva byggingu leikskólans.?
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að heimila lántöku. Páll Dagbjartsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
Þá Bjarni Jónsson og lagði til að afgreiðslu þessa lánssamnings verði frestað þangað til álit óháðs endurskoðanda liggur fyrir.
Því næst töluðu Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ? með leyfi annars varaforseta - og Guðmundur Guðlaugsson.
Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs og lagði til að afgreiðslu þessa máls verði frestað.
Síðan tóku til máls Guðmundur Guðlaugsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson. Þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ? með leyfi annars varaforseta -,og leggur til að þessum lið verði vísað til Byggðarráðs og Byggðarráði gefin heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Tillaga um vísun málsins til Byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum."
?Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 145.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til framkvæmda hjá eignasjóði, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni, kt. 140259-4899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.?
Páll Dagbjartsson og Gísli Árnason leggja fram svohljóðandi bókun:
?Fyrir síðustu kosningar voru öll framboð til sveitarstjórnar sammála um þörf fyrir byggingu leikskóla á Sauðárkróki og ekki hefur verið teljandi ágreiningur hingað til um að ráðast í framkvæmdina þrátt fyrir að meirihlutinn hafi aldrei hleypt fulltrúum minnihlutans að undirbúningsferlinu. Ekki hefur verið skipuð byggingarnefnd með þátttöku minnihlutans. Aldrei hafa verið lögð fram fullunnin hönnunargögn í byggðaráði. Aldrei lögð fram kostnaðaráætlun í byggðaráði. Aldrei lagðar fram teikningar mannvirkisins í byggðaráði. Meirihlutinn hefur í raun markvisst hunsað allt samráð við minnihlutann og varnað honum aðkomu að málinu.
Við fulltrúar minnihlutans höfum ítrekað kallað eftir álitsgerð sérfróðs aðila vegna fyrirhugaðrar leikskólabyggingar svo sem skylt er skv 65. gr. sveitarstjórnarlaga.
Nú liggur fyrir skýrsla frá KPMG varðandi áhrif byggingar leikskólans við Árkíl á fjárhag sveitarfélagsins. Þar kemur fram að áhrifin á framtíðarrekstur sveitarfélagsins munu auka útgjöld þess um 59.8 milljónir króna á ári, og þá einungis miðað við 5% verðbólgu. Í skýrslunni er varað við auknum lántökum nema til komi veruleg hagræðing í rekstri eða auknar tekjur, ella leiði það til greiðsluvandræða sveitarfélagsins, þar eð eigið fé verður fljótt upp urið.
Minnt er á að nýverið var samþykktur ársreikningur sveitarfélagsins vegna ársins 2008 þar sem fram kemur að heildarskuldir sveitarsfélagsins, A- og B hluta samanlagt, nema 4.034 milljónum króna og tap samstæðunnar er 483 milljónir á árinu 2008. Einnig er minnt á að fjárhagsáætlun ársins 2009 gerir ráð fyrir rekstrartapi sveitarsjóðs upp á 27 milljór, áður en tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Endurskoðuð fjárhagsáætlun, sem fyrirhuguð var í apríl, liggur ekki fyrir. Ekki heldur þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið.
Minnkandi tekjur ríkissjóðs munu hafa áhrif á framlög jöfnunarsjóðs og má því búast við neikvæðum áhrifum þess á afkomu sveitarfélagsins.
Gera má ráð fyrir að meginhluti ?reiknaðs? útgjaldaauka vegna gengistryggðra lána sé að miklu leiti kominn til að vera, og ?reiknað? tap ársins verulegt, á þriðja hundrað milljónir króna.
Vegna þess sem að framan greinir, svo og hins ótrygga efnahagsástands í þjóðfélaginu, teljum við of áhættusamt að leggja út í auknar lántökur og stefna efnahag sveitarfélagsins í þrot. Með hagsmuni sveitarfélagsins í huga, sem þarf að standa undir lögbundinni grunnþjónustu við íbúa, teljum við sveitarfélagið ekki standa undir slíkum lántökum.
Við breyttar forsendur lýsum við yfir fullum vilja til að koma að málinu, með það að markmiði að unnt verði að halda áfram byggingunni við Árkíl.
Fyrirhyggjuleysi meirihluta sveitarstjórnar í fjármálum sveitarfélagsins er áhyggjuefni þar sem staðan er nú þegar orðin alvarleg.?
Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
?Byggðarráð hefur haldið utan um allar framkvæmdir varðandi leikskólabygginguna, fjallað um verkið og tekið ákvarðanir þar um. Allar ákvarðanir hafa því verið teknar af fulltrúum byggðarráðs. Núverandi fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir hagræðingu í rekstri sem gerir sveitarfélaginu kleift að taka lán og halda áfram með leikskólabygginguna við Árkíl. Í ljósi þessa er slæmt til þess að vita að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna vilja stöðva byggingu leikskólans.?
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að heimila lántöku. Páll Dagbjartsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
6.Plássið á Hofsósi ? umsókn um uppsetningu minnisvarða
Málsnúmer 0905060Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Haraldi Þór Jóhannsyni, Enni, Viðvíkursveit þar sem hann óskar eftir leyfi til að koma fyrir minnisvarða um drukknaða sjómenn á opnu svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Plássinu á Hofsósi. Kemur fram að umsækjandi muni sjá um alla vinnu og kostnað við uppsetningu minnisvarðans og annast umsjón hans.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7.Rekstr.uppl. sveitarfélagsins og fyrirtækja 2009
Málsnúmer 0903083Vakta málsnúmer
Rekstrarupplýsingar fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess fyrir tímabilið janúar - apríl 2009.
Afgreiðslu frestað til fundar 29. maí 2009.
Afgreiðslu frestað til fundar 29. maí 2009.
8.Fjárhagsáætlun 2009
Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer
Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009.
Afgreiðslu frestað til fundar 29. maí 2009.
Afgreiðslu frestað til fundar 29. maí 2009.
9.Gjöf til minningar um Stefán Íslandi
Málsnúmer 0905057Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Stefáni Stefánssyni, Kópavogi þar sem fram kemur að hann afhendir Sveitarfélaginu Skagafirði innbundin afrit af úrklippum, dagskrám ofl. sem spannar söngferil Stefáns Íslandi óperusöngvara á árunum 1935-1984. Gjöfin er gefin í tilefndi opnunar minjaherbergis í Menningarhúsinu Miðgarði, um Stefán Íslandi föður hans, Einnig þakkar Stefán Karlakórnum Heimi fyrir að halda minningu Stefáns Íslandi á lofti.
Fundi slitið - kl. 11:50.
Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum. Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslunni. Þórdís tók síðan við stjórn fundarins.