Fara í efni

Stuðningur við starfsfólk grunnskóla sem stundar nám í kennarafræðum

Málsnúmer 0905076

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 48. fundur - 28.05.2009

Fjárhagslegur stuðningur við starfsfólk í leik- og grunnskólum verði afnuminn skólaárið 2009-2010. Þeim starfsmönnum sem þegar hafa hafið nám í þessum fræðum verði þó gert kleift að ljúka því með stuðningi sveitarfélagsins, þó að hámarki 2 námslotur á önn hjá grunnskólakennaranemum. Starfsmönnum þessum verði gert að undirrita samkomulag um að þeir skuldbindi sig til þess að starfa hjá sveitarfélaginu í a.m.k. 2 ár að námi loknu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 48. fundar fræðslunefndar lögð fram á 248. fundi sveitarstjórnar.