Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skóladagatöl leikskóla
Málsnúmer 0905072Vakta málsnúmer
Leikskólastjórar hafa tekið mið af skóladagatölum grunnskólanna við gerð sinna skóladagatala. Vegna umræðu og áforma um styttingu skólaársins hefur þessi vinna dregist. Af þessum sökum verður afgreiðslu skóladagatala leikskólanna fyrir árið 2009-2010 frestað til næsta fundar.
2.Gjaldskrár í málaflokki 04
Málsnúmer 0905073Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri fór yfir afsláttarreglur sem gilda varðandi leikskólagjöld, gjöld í skólavistun og sem tengd eru dagvistun og nefndi dæmi um hvernig afsláttarreglurnar virka í dag. Fræðslustjóra falið í samvinnu við leikskólastjóra að koma fram með tillögu að einföldun reglna.
3.Stuðningur við starfsfólk í leikskóla sem stunda nám í kennarafræðum
Málsnúmer 0905069Vakta málsnúmer
Fjárhagslegur stuðningur við starfsfólk í leikskólum verði afnuminn skólaárið 2009-2010. Þeim starfsmönnum sem þegar hafa hafið nám í þessum fræðum verði þó gert kleift að ljúka því með stuðningi sveitarfélagsins, þó að hámarki með einum námsdegi í viku hverri, sem bundinn er við skólasókn hjá leikskólakennaranemum. Starfsmönnum þessum verði gert að undirrita samkomulag um að þeir skuldbindi sig til þess að starfa hjá sveitarfélaginu í a.m.k. 2 ár að námi loknu.
4.Skóladagatöl grunnskóla 2009-2010
Málsnúmer 0905067Vakta málsnúmer
Skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2009-2010 lögð fram og samþykkt eins og þau liggja fyrir.
5.Kennslumagn 2009-2010
Málsnúmer 0905066Vakta málsnúmer
Úthlutun á kennslumagni fyrir grunnskólana fyrir skólaárið 2009-2010 lögð fram. Fræðslustjóri upplýsti að úthlutunin væri í samræmi við fjárhagsáætlun. Samþykkt og vísað til byggðarráðs til staðfestingar.
6.Stuðningur við starfsfólk grunnskóla sem stundar nám í kennarafræðum
Málsnúmer 0905076Vakta málsnúmer
Fjárhagslegur stuðningur við starfsfólk í leik- og grunnskólum verði afnuminn skólaárið 2009-2010. Þeim starfsmönnum sem þegar hafa hafið nám í þessum fræðum verði þó gert kleift að ljúka því með stuðningi sveitarfélagsins, þó að hámarki 2 námslotur á önn hjá grunnskólakennaranemum. Starfsmönnum þessum verði gert að undirrita samkomulag um að þeir skuldbindi sig til þess að starfa hjá sveitarfélaginu í a.m.k. 2 ár að námi loknu.
7.Skóladagatal tónlistarskóla
Málsnúmer 0905071Vakta málsnúmer
Skóladagatal Tónlistarskóla fyrir skólaárið 2009-2010 lagt fram og samþykkt.
8.Gjaldskrá Tónlistarskóla
Málsnúmer 0805067Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Tónlistarskóla skólaárið 2009-2010:
Almenn gjaldskrá:
Susukideild: Hálft nám: 34.020 kr.
Fullt nám: 51.030 kr.
Almenn deild: Hálft nám: 34.020 kr.
Áfangadeild: Fullt nám 51.030 kr.
Mið- og framhaldsdeild fullt nám: 60.102 kr.
Hljóðfæraleiga 7.371 kr.
Börn sem ekki eru í hljóðfæranámi en taka þátt í kórstarfi greiða 10.000 kr. fyrir skólaárið.
Systkinaafsláttur verði 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
Nemendur sem eru 22 ára og eldri greiði 75% álag ofaná almenna gjaldskrá.
Nemendur, sem ekki eiga lögheimili í Akrahreppi eða Sveitarfélaginu Skagafirði greiða 25% álag.
Tillagan samþykkt og vísað til Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hreppsnefndar Akrahrepps til staðfestingar.
Almenn gjaldskrá:
Susukideild: Hálft nám: 34.020 kr.
Fullt nám: 51.030 kr.
Almenn deild: Hálft nám: 34.020 kr.
Áfangadeild: Fullt nám 51.030 kr.
Mið- og framhaldsdeild fullt nám: 60.102 kr.
Hljóðfæraleiga 7.371 kr.
Börn sem ekki eru í hljóðfæranámi en taka þátt í kórstarfi greiða 10.000 kr. fyrir skólaárið.
Systkinaafsláttur verði 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
Nemendur sem eru 22 ára og eldri greiði 75% álag ofaná almenna gjaldskrá.
Nemendur, sem ekki eiga lögheimili í Akrahreppi eða Sveitarfélaginu Skagafirði greiða 25% álag.
Tillagan samþykkt og vísað til Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hreppsnefndar Akrahrepps til staðfestingar.
9.Undirskriftalistar vegna söngdeildar Tónlistarskóla
Málsnúmer 0905074Vakta málsnúmer
Lagður fram undirskriftarlisti þar sem mótmælt er sparnaðaraðgerðum í Tónlistarskólanum.
Fundi slitið - kl. 17:50.