Lagt fram erindi frá Leið ehf og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi opinn fund um aðalskipulag og vegamál á Norðurlandi í Húnaveri, laugardaginn 3. október 2009. Þess er vænst að sveitarfélögin Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur tilnefni fulltrúa til að mæta á fundinn sem geri grein fyrir stöðu aðalskipulags og sjónarmiðum síns sveitarfélags til þeirra hugmynda um samgöngubætur sem fram hafa komið. Byggðarráð samþykkir að fundarboðendum verði sendar þær ályktanir sem samþykktar hafa verið varðandi þessi mál hjá sveitarfélaginu og stöðu málsins með tilliti til vinnslu aðalskiplags fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að fundarboðendum verði sendar þær ályktanir sem samþykktar hafa verið varðandi þessi mál hjá sveitarfélaginu og stöðu málsins með tilliti til vinnslu aðalskiplags fyrir sveitarfélagið.