Fara í efni

Sögusetur ísl. hestsins - ósk um samstarfssamning

Málsnúmer 0910132

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 496. fundur - 05.11.2009

Arna Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Söguseturs íslenska hestsins ses. kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til að fylgja eftir erindi sínu um formlega ósk um að Sögusetur íslenska hestsins og Sveitarfélagið Skagafjörður geri með sér samning til þriggja ára, sem tryggir Sögusetrinu eitt stöðugildi. Sögusetrið fyrirhugar að opna fyrsta hluta sýningar um íslenska hestinn sumarið 2010.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2010. Einnig vísar byggðarráð erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar- og kynningarnefnd.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 54. fundur - 06.11.2009

Lagt fram til kynningar erindi frá Sögusetri íslenska hestsins þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið. Erindinu var vísað til umfjöllunar í nefndinni frá Byggðarráði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 496. fundar byggðaráðs staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 54. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 42. fundur - 17.11.2009

Lagt fram erindi frá Sögusetri íslenska hestsins, sem Byggðarráð vísaði til nefndarinnar til umfjöllunar. Í erindinu er óskað eftir að sveitarfélagið tryggi Sögusetrinu fjármagn sem samsvarar einu stöðugildi í þrjú ár. Nefndin er jákvæð í garð verkefnisins og telur eðlilegt að gerður sé langtímasamningur um þátttöku sveitarfélagsins í því, enda er Byggðasafn Skagfirðinga aðili að Sögusetrinu.. Hinsvegar hefur nefndin ekki til ráðstöfunar neina fjármuni til verkefnisins innan málaflokks 05.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009

Fulltrúar sjálfstæðisflokks óska bókað " Við fulltrúar sjálfstæðisflokksins viljum taka undir afgreiðslu menningar og kynningarnefndar varðandi Sögusetur ísl. hestsins. Mjög æskilegt er að gerður sé samningur til nokkurra ára milli sveitarfélagsins og þessa skagfirska safns, til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu. Ef áætlanir ganga eftir munu með starfseminni verða til nokkur ný störf."

Afgreiðsla 42. fundar menningar og kynningarnefndar staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 55. fundur - 11.12.2009

Tekið fyrir erindi frá Sögusetri íslenskra hestsins, áður á dagskrá nefndarinnar 6.11. sl.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælir með því við Byggðaráð að gerður verði samstarfssamningur við Sögusetrið. Hins vegar hefur nefndin ekki fjármagn í þetta verkefni á næsta ári.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Erindið áður á dagskrá 496. fundar byggðarráðs. Lagðar fram umsagnir frá 42. fundi menningar- og kynningarnefndar og 55. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar.

Meirihluti byggðarráðs samþykkir að styrkja Sögusetur ísl. hestsins um 1,5 mkr. á árinu 2010. Fjármagn tekið af styrkjalið málaflokks 05. Menningar- og kynningarnefnd falið að eiga viðræður við forsvarsmenn Sögusetursins með það í huga að reyna að fá fleiri aðila að verkefninu og fara yfir hvernig best verður staðið að uppbyggingu starfseminnar til framtíðar litið.

Páll Dagbjartsson og Gísli Árnason óska bókað: "Við teljum vera full efni til þess að gera umbeðinn samstarfssamning við Sögusetrið til þriggja ára og ætla til þess 5 milljónum króna árlega. Við hörmum viljaleysi meirihlutans til að styðja verkefnið, þrátt fyrir jákvæðar undirtektir í atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar- og kynningarnefnd. Enginn vafi er á að starfsemi Sögusetursins muni leiða af sér afleidd störf."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Fulltrúar sjálfstæðisflokks óska bókað:

"Full efni eru til þess að gera umbeðinn samstarfssamning við Sögusetrið til þriggja ára og ætla til þess 5 milljónir árlega. Hörmulegt er viljaleysi meirihlutans til að styðja verkefnið þrátt fyrir jákvæðar undirteknir í atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar- og kynningarnefnd. Enginn vafi er á því að starfsemi Sögusetursins mun leiða af sér afleidd störf."

Gísli Árnason óskar bókað að hann styðji framkomna bókun.

Afgreiðsla 501. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 55. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.