Reiðvegur milli Sauðárkróks og Varmahlíðar
Málsnúmer 0911117
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009
Páll Dagbjartsson óskar bókað: "Ég endurtek bókun mína frá byggðaráðsfundi föstudag 4. des að ég tel fulla ástæðu til þess að sveitarfélagið styrki reiðvegalögnina milli Sauðárkróks og Varmahlíðar um kr. 1.500.000.- á árinu 2010"
Afgreiðsla 500. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 503. fundur - 28.01.2010
Erindi frestað.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 504. fundur - 04.02.2010
Lagt fram bréf frá hestamannafélögunum Léttfeta og Stíganda varðandi reiðveg milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í þetta verkefni árið 2010 að upphæð 1.500 þús.kr. Erindi áður á dagskrá 500. og 503. fundar byggðarráðs.
Meirihluti byggðarráðs hafnar erindinu á forsendum þess að um er að ræða framkvæmd sem fé hefur verið veitt til í gegnum reiðveganefnd Vegagerðarinnar og Landssambands Hestamanna. Fyrirsjáanlegt er að sveitarfélagið þarf að leggja fé til reiðvegagerðar á grundvelli aðalskipulags, sem bíður staðfestingar ráðherra.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann vísar í bókun sína á 500. fundi byggðarráðs, 4. desember 2009 varðandi afgreiðslu þessa erindis.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010
Páll Dagbjartsson óskar bókað:
"Ég harma afgreiðslu meirihluta byggðarráðs á fyrirliggjandi beiðni og ítreka bókun mína frá byggðaráðsfundi 4. des sl. sem er svohljóðandi:
Erindi þetta staðfestir þá skoðun mína að ástand reiðvegamála í Skagafirði er og hefur verið Skagfirðingum til vansa um langt skeið. Ég vakti athygli umhverfis- og samgöngunefndar á því fyrr á þessu ári að taka þyrfti heildstætt á þessu verkefni af hálfu sveitarfélagsins, gera áætlun til nokkurra ára um úrbætur og forgangsraða. Umhverfis- og samgöngunefnd hafnaði alfarið að aðhafast nokkuð varðandi reiðvegamál í héraði. Sú afgreiðsla var nefndinni og nefndarfulltrúum til skammar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur einnig brugðist í því efni að taka með ábyrgum hætti á þessu verkefni við gerð Aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Þetta eru mér mikil vonbrigði. Reiðleið milli Sauðárkróks og Varmahlíðar er vissulega bráðnauðsynlegt úrlausnarefni, en ég ítreka þá skoðun mína að gera þarf heildaráætlun um uppbyggingu reiðleiða í Skagafirði og forgangsraða þeim framkvæmdum."
Afgreiðsla 504. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram bréf frá hestamannafélögunum Léttfeta og Stíganda varðandi reiðveg milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í þetta verkefni árið 2010 að upphæð 1.500 þús.kr.
Páll Dagbjartsson óskar bókað: "Erindi þetta staðfestir þá skoðun mína að ástand reiðvegamála í Skagafirði er og hefur verið Skagfirðingum til vansa um langt skeið. Ég vakti athygli umhverfis- og samgöngunefndar á því fyrr á þessu ári að taka þyrfti heildstætt á þessu verkefni af hálfu sveitarfélagsins, gera áætlun til nokkurra ára um úrbætur og forgangsraða. Umhverfis- og samgöngunefnd hafnaði alfarið að aðhafast nokkuð varðandi reiðvegamál í héraði. Sú afgreiðsla var nefndinni og nefndarfulltrúum til skammar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur einnig brugðist í því efni að taka með ábyrgum hætti á þessu verkefni við gerð Aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Þetta eru mér mikil vonbrigði. Reiðleið milli Sauðárkróks og Varmahlíðar er vissulega bráðnauðsynlegt úrlausnarefni, en ég ítreka þá skoðun mína að gera þarf heildaráætlun um uppbyggingu reiðleiða í Skagafirði og forgangsraða þeim framkvæmdum."
Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað: "Ég mótmæli harðlega orðum Páls um vinnubrögð umhverfis- og samgöngunefndar í þessu máli og vísa til vinnu við aðalskipulag þar sem reiðvegamálin eru til meðhöndlunar."
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann telji að verða eigi við erindinu og gera ráð fyrir fjármunum vegna þess í fjárhagsáætlun ársins 2010.