Fara í efni

Vinnufundur um tilfærslu þjónustu fatlaðra til sveitarfélaganna

Málsnúmer 1002028

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 155. fundur - 09.02.2010

Lagt fram bréf Samtaka íslenskra sveitarfélaga dagsett 8.2.2010 vegna vinnufundar um yfirfærslu málefna fatlaðra. Um er að ræða mjög mikilvægt skref fyrir notendur þjónustunnar og sveitarfélögin. Eðlilegt er Skagfirðingar, - sem hafa reynslu af rekstri þessa málaflokks, taki þátt í stefnumörkun sveitarfélaganna á þessu sviði. Nefndin ákveður að nefndarmenn taki þátt í fundinum svo sem kostur er og hvetur til þátttöku annarra sveitarstjórnarfulltrúa.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 505. fundur - 11.02.2010

Lögð fram til kynningar bókun 155. fundar félags- og tómstundanefndar um vinnufund um tilfærslu þjónustu fatlaðra til sveitarfélaganna, ásamt bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um sama málefni.

Byggðarráð samþykkir að taka þátt í umræddum fundi og hvetur aðra sveitarstjórnarfulltrúa að gera slíkt hið sama.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010

Afgreiðsla 505. fundar byggðaráðs staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010

Afgreiðsla 155. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar.