Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

155. fundur 09. febrúar 2010 kl. 09:15 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Gunnar M. Sandholt Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2010 trúnaðarmál

Málsnúmer 1001099Vakta málsnúmer

Lögð fram 7 erindi í 5 málum, öll samþykkt.

2.Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2006 - 2010

Málsnúmer 0810009Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun.

Ákveðið að ræða launakönnun frekar á næsta fundi.

Félagsmálastjóra falið að senda bréf til allra stjórnmálaflokka/framboða til sveitarstjórnarkosninga í sveitarfélaginu til að vekja athygli á jafnréttissjónarmiðum við val á fulltrúum til starfa í nefndum.

Reglur um meðferð mála er varða áreitni á vinnustað verði lagðar fyrir næsta fund.

Gengið verði frá samantekt um framkvæmd áætlunarinnar fyrir lok kjörtímabilsins.

3.Aukinn hlutur kvenna í sveitarstjórnum

Málsnúmer 1001173Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu bréf Jafnréttisstofu dags. 18. janúar 2010 ásamt bæklingi Stofunnar "Eflum lýðræðið. Konur í sveitarstjórn".

4.Starfshópur um aðgerðir til að jafna stöðu kynja í sveitarstjórn

Málsnúmer 0910091Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 21.10.2009.

Félagsmálastjóra falið að leita samstarfs við Farskólann um að halda námskeið um nefndarstörf og jafnréttismál með það að markmiði að hvetja konur til jafns við karla til þátttöku í sveitarstjórnarmálum.

5.Samþætting fjölskyldu- og atvinnulífs

Málsnúmer 0911066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Jafnréttisráðs dags. 17. nóvember 2009.

6.Félag eldri borgara. Umsókn um styrk

Málsnúmer 0909102Vakta málsnúmer

Samþykkt beiðni Félags eldri borgara í Skagafirði um fjárstyrk til félagsstarfs árið 2010 kr. 250.000 kr. Greiðist af gjaldalið 02400-09935 í samræmi við fjárhagsáætlun.

7.Eldri borgarar - umsókn um styrk, Langamýri

Málsnúmer 0911080Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Helgu Bjarnadóttur f.h. félagsstarfs fyrir eldri borgara á Löngumýri um fjárstyrk til starfsins 2010 kr. 100.000 kr.

Samþykkt að veita umbeðinn styrk sem greiðist af gjaldalið 02400-09935 í samræmi við fjárhagsáætlun.

8.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2010

Málsnúmer 0910138Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Samtaka um Kvennaathvarf um rekstrarstyrk fyrir 2010.

Samþykktur rekstrarstyrkur kr. 100.000 kr fyrir árið 2010 sem er hækkun frá fyrra ári, en til samræmis við veitta þjónustu á árinu 2009.

Greiðist af gjaldalið 02890 - 09935 til samræmis við fjárhagsáætlun

9.Styrkbeiðni fyrir tómstundahóp RKÍ

Málsnúmer 0910135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Tómstundahóps RKÍ vegna s.hl. styrks fyrir árið 2009 að upphæð 200.000, ásamt afgreiðslu félagsmálastjóra sem er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2009, gjaldaliður 02130-09935.

Afgreiðslan staðfest Um er að ræða liðveislu fyrir fatlaða einstaklinga, eldri en 18 ára.

10.Kynning og ósk um fjárstyrk

Málsnúmer 0912167Vakta málsnúmer

Lagt fram kynningarefni Styrktarfélags Klúbbsins Geysis sem veitir fólki sem á við geðræn vandamál að stríða tækifæri til endurhæfingar. Um er að ræða merka starfsemi, en vegna staðsetningar nýtist hún ekki íbúum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á atvinnu með stuðningi og samstarf við Starfsendurhæfingu norðurlands vestra á þessu sviði.

Erindi félagsins um fjárstyrk að upphæð 30.000 kr. er synjað.

11.Dyngjan - Styrkumsókn

Málsnúmer 1001142Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk kr. 27.900 sem svarar húsaleigubótum fyrir dvalarkonu á Áfangastaðnum Dyngjunni sem á lögheimili í Skagafirði, fyrir þann tíma sem hún dvaldist þar árið 2009.

Erindi samþykkt.

12.Beiðni um fjárstuðning 2010

Málsnúmer 1001228Vakta málsnúmer

Lagt fram kynningarbréf og styrkbeiðni SAMAN-hópsins sem er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og annarra félagasamtaka um velferð barna, m.a. um ýmis átaksverkefni í forvarnaskyni. Sveitarfélagið hefur haft nokkurn ávinning af tengslum við þennan samstarfsvettvang þótt hann sé virkastur á höfuðborgarsvæðinu, m.a. haft frían aðgang að upplýsinga- og fræðsluefni, auglýsingum um útivistartíma, svo fátt eitt sé nefnt.

Samþykkt að veita 10.000 kr. styrk til samstarfsins. Greiðist af gjaldalið 02890 - 09935

13.Styrkir til að efla nærþjónustu við langveik börn

Málsnúmer 0912134Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsókn Fjölskylduþjónustu Skagfirðinga til Félags- og tryggingamálaráðuneytisins um verkefnastyrk vegna þjónustu við langveik börn og börn með ADHD-greiningu.

Sveitarfélagið sækir um rúmlega 16 miljónir í því augnamiði að samþætta og efla starf félags-, frístunda- og skólaþjónustunnar í þágu þessara barna.

Nefndin staðfestir umsókn sviðssjtóra.

14.Málefni fatlaðra

Málsnúmer 1001225Vakta málsnúmer

Bréf Landsamtakanna Þroskahjálpar dags. 5.2.2010 varðandi yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna lagt fram.

Félagsmálastjóra falið að svara bréfinu um ýmsar spurningar varðandi undirbúning yfirfærslunnar.

Nefndin fagnar tilboði samtakanna um samstarf við sveitarfélögin og lýsir yfir vilja til að nýta sér slíkt samráð.

Viðræður eru hafnar á vettvangi SSNV um samstarf og útfærslu á málefnum fatlaðra og öðrum velferðarmálum á svæðinu.

15.Tilfærsla á þjónustu við fatlaða

Málsnúmer 0912022Vakta málsnúmer

Bréf Samtaka íslenskra sveitarfélaga varðandi upplýsingar á heimasíðu samandsins lagt fram til kynningar.

16.Vinnufundur um tilfærslu þjónustu fatlaðra til sveitarfélaganna

Málsnúmer 1002028Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Samtaka íslenskra sveitarfélaga dagsett 8.2.2010 vegna vinnufundar um yfirfærslu málefna fatlaðra. Um er að ræða mjög mikilvægt skref fyrir notendur þjónustunnar og sveitarfélögin. Eðlilegt er Skagfirðingar, - sem hafa reynslu af rekstri þessa málaflokks, taki þátt í stefnumörkun sveitarfélaganna á þessu sviði. Nefndin ákveður að nefndarmenn taki þátt í fundinum svo sem kostur er og hvetur til þátttöku annarra sveitarstjórnarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 11:15.