Fara í efni

Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Niðurskurður á fjárlögum

Málsnúmer 1002033

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010

Ályktun Sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar vegna niðurskurðar fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega þeim niðurskurði fjárframlaga sem Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki verður fyrir á fjárlögum ársins 2010 og er langt umframflestar aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu. Með boðuðum niðurskurði er vegið að grunnstoðum skagfirsks samfélags og velferðarþjónustu í héraðinu. Lýst er miklum áhyggjum yfir þeirri skerðingu á þjónustu sem framundan er. Þá er algerlega óviðunandi að þjónusta ljósmæðra við barnshafandi konur verði skert og fæðingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar lokað. Sveitarstjórn skorar því enn og aftur á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki."

Ályktunin borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 505. fundur - 11.02.2010

Hafsteinn Sæmundsson framkvæmdastjóri Heilbrigðistofnunarinnar Sauðárkróki kom á fundinn til viðræðu um málefni stofnunarinnar.

Byggðarráð ítrekar beiðni sveitarstjórnar um viðræður við heilbrigðisráðherra og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010

Afgreiðsla 505. fundar byggðaráðs staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 509. fundur - 11.03.2010

Lagt fram svarbréf heilbrigðisráðuneytisins vegna svohljóðandi bókunar 258. fundar sveitarstjórnar um málefni Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki:

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega þeim niðurskurði fjárframlaga sem Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki verður fyrir á fjárlögum ársins 2010 og er langt umframflestar aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu. Með boðuðum niðurskurði er vegið að grunnstoðum skagfirsks samfélags og velferðarþjónustu í héraðinu. Lýst er miklum áhyggjum yfir þeirri skerðingu á þjónustu sem framundan er. Þá er algerlega óviðunandi að þjónusta ljósmæðra við barnshafandi konur verði skert og fæðingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar lokað. Sveitarstjórn skorar því enn og aftur á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki."

Í bréfi ráðherra segir: "Ráðuneytið hefur lagt áherslu á að gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar um land allt verði tryggð eins og kostur er miðað við aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hefur heilbrigðisráðherra m.a. í því skyni fundað með forstjórum heilbrigðisstofnana og kynnt þeim áherslur sínar vegna þess samdráttar sem nauðsynlegur er í heilbrigðisþjónustunni. Jafnframt hefur verið óskað eftir því við landlækni að hann fylgist með áhrifum aðgerða á heilbrigði þjóðarinnar og gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar."

Byggðarráð ítrekar ályktun sveitarstjórnar um endurskoðun á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og telur svar ráðherra ófullnægjandi. Byggðarráð ítrekar einnig ósk um fund með ráðherra um málið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Afgreiðsla 509. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.