Lagt fram bréf frá Steinunni Ámundadóttur og Sveini Árnasyni, varðandi skipulagða sumarhúsabyggð í landi Víðimels. Farið er fram á að sveitarfélagið gangi frá lögnum vegna affallsvatns, drens ofl. frá iðnaðarsvæði sem er ofan og vestan við sumarhúsabyggðina. Það er álit bréfritara að framkvæmd þessi geti fallið inn í aðrar framkvæmdir sem er verið að vinna á byggingasvæðinu og fylgir með tilboð í framkvæmdina frá Víðimelsbræðrum ehf., án efniskaupa, að upphæð kr. 1.290.000.
Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að útfæra tilhögun framkvæmda nánar, þannig að þær falli innan fjárhagsramma nýframkvæmda ásamt því að gera tillögu um frágang á lóðamörkum við iðnaðarlóðir.
Lagt fram bréf frá Steinunni Ámundadóttur og Sveini Árnasyni, varðandi skipulagða sumarhúsabyggð í landi Víðimels. Farið er fram á að sveitarfélagið gangi frá lögnum vegna affallsvatns, drens ofl. frá iðnaðarsvæði sem er ofan og vestan við sumarhúsabyggðina. Það er álit bréfritara að framkvæmd þessi geti fallið inn í aðrar framkvæmdir sem er verið að vinna á byggingasvæðinu og fylgir með tilboð í framkvæmdina frá Víðimelsbræðrum ehf., án efniskaupa, að upphæð kr. 1.290.000.
Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að útfæra tilhögun framkvæmda nánar, þannig að þær falli innan fjárhagsramma nýframkvæmda ásamt því að gera tillögu um frágang á lóðamörkum við iðnaðarlóðir.