Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

506. fundur 18. febrúar 2010 kl. 10:07 - 11:25 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Helga S Bergsdóttir Stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Kongsberg - Vennskapsbytreff i juni

Málsnúmer 1002114Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kongsberg, vinabæ sveitarfélagsins í Noregi, þar sem kemur fram að vinabæjamót fari þar fram 16. og 17. júní 2010. Óskað er eftir upplýsingum um þátttöku sem fyrst.

Byggðaráð felur sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að kanna mögulega ferðatilhögun og kostnað við ferð á vinabæjarmótið.

2.Víðimelur 146083 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1002115Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Steinunni Ámundadóttur og Sveini Árnasyni, varðandi skipulagða sumarhúsabyggð í landi Víðimels. Farið er fram á að sveitarfélagið gangi frá lögnum vegna affallsvatns, drens ofl. frá iðnaðarsvæði sem er ofan og vestan við sumarhúsabyggðina. Það er álit bréfritara að framkvæmd þessi geti fallið inn í aðrar framkvæmdir sem er verið að vinna á byggingasvæðinu og fylgir með tilboð í framkvæmdina frá Víðimelsbræðrum ehf., án efniskaupa, að upphæð kr. 1.290.000.

Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að útfæra tilhögun framkvæmda nánar, þannig að þær falli innan fjárhagsramma nýframkvæmda ásamt því að gera tillögu um frágang á lóðamörkum við iðnaðarlóðir.

3.Fyrirkomulag greiðslna á móti ferðakostn.

Málsnúmer 1002008Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:

"Byggðarráð samþykkir þá reglu varðandi greiðslur á móti ferðakostnaði á núlíðandi ári að endurgreiddur verði útlagður kostnaður samkvæmt framlögðum reikningum hverju sinni. Ekki verði greiddir dagpeningar nema um það sé samið sérstaklega í undantekningatilfellum eða ef fjárhæð reikninga nemur hærri fjárhæð en dagpeningar sem reiknast hefðu fyrir viðkomandi ferð samkvæmt gildandi viðmiðum ferðakostnaðarnefndar ríkisins á hverjum tíma. Heimild forstöðumanna stofnana, sviðsstjóra eða sveitarstjóra þarf að liggja fyrir áður en stofnað er til ferðalaga og framlagðir reikningar fyrir útlögðum kostnaði skulu hafa hlotið staðfestingu yfirmanna áður en greiðsla er innt af hendi. Þeim tilmælum er beint til stjórnenda að kostnaði við ferðalög verði stillt í hóf og undantekningalaust virt viðmið fjárhagsáætlunar hverju sinni."

Meirihluti byggðarráðs samþykkir tillögu sveitarstjóra.

Páll Dagbjartsson óskar bókað:

"Ég treysti forstöðumönnum stofnana sveitarfélagins hér eftir sem hingað til, að valin sé sú leið við greiðslu ferðakostnaðar sem hagkvæmust er fyrir viðkomandi stofnun hverju sinni. Tel ég þessa tillögu því óþarfa og sit hjá"

4.Skólaráð Árskóla - ályktun

Málsnúmer 1002091Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi ályktun skólaráðs Árskóla frá 11. febrúar sl.:

"Skólaráð Árskóla lýsir yfir þungum áhyggjum af húsnæðismálum skólans. Í mörg ár hefur úrbóta á húsnæðisvandanum verið beðið með mikilli þolinmæði, þrátt fyrir að sú aðstaða sem nemendum er boðið upp á sé langt undir þeim viðmiðum sem sett eru í grunnskólalögum. Það er ótækt að úrbótum á skólahúsnæðinu verði slegið á frest öllu lengur. Skólaráð skorar því á sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að taka ákvörðun um framkvæmdir við Árskóla hið fyrsta."

5.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - til upplýsingar

Málsnúmer 1002042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi iðnaðarráðuneytisins, dags. 11. janúar 2010, um tillögur Orkustofnunar til iðnaðarráðherra um ráðstöfun fjárlagaliðar 11-373, þ.e. niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar o.fl.

Sveitarstjóra falið að ræða málefni þessara samtaka, við breyttar aðstæður, við framkvæmdastjóra Skagafjarðarveitna.

Fundi slitið - kl. 11:25.