Staðfesting fundargerða án umræðu
Málsnúmer 1003025
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 202. fundur - 12.03.2010
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 1. mars 2010 varðandi afgreiðslu sveitarstjórna á fundargerðum. Bréfið lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Afgreiðsla 509. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 204. fundur - 21.04.2010
Lagt fram til kynningar minnisblað Guðjóns Bragasonar hjá sambandi ísl sveitarfélaga varðandi verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda. Erindið var sent til allra framkvæmdastjóra sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á því að ekki nægir fyrir sveitarstjórnir að staðfesta fundargerðir án umræðu. Að mati Skipulagsstofnunar, þarf í þeim málum sem áskilið er að sveitarstjórn taki ákvörðun í, verði sveitarstjórn að fjalla sérstaklega um tillögu undirnefnda sinna og taka afstöðu til þeirra, en ekki nægir að sveitarstjórn samþykki fundargerð undirnefndar í heild sinni. Verður slíkt jafnframt að koma skýrt fram í fundargerð sveitarstjórnar.