Skipulags- og byggingarnefnd
1.Sauðárkrókur - Rammaskipulag
Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer
2.Umsók um staðbundin byggingastjóraréttindi
Málsnúmer 1003153Vakta málsnúmer
Guðgeir Svavarsson kt. 040561-8039 Brekkuflöt 8 Akranesi sækir með bréfi dagsettu 22. febrúar 2010 um staðbundin réttindi sem húsasmíðameistari og byggingarstjóri í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erindið samþykkt.
3.Gil land 219239 - Umsókn um landskipti.
Málsnúmer 1003108Vakta málsnúmer
Ómar Björn Jensson kt 1904684299 og Vilborg Elísdóttir kt. 0101713349, eigendur að Félagsbúinu Gili ehf. kt. 540502-5790 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Gils í Borgarsveit Skagafirði landnr, 145930 sækir með bréfi dagsettu 5. mars sl., með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 10.000,0 m² landspildu út úr framangreindri jörð. Landi sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á framlögðum yfirlits-afstöðuuppdrætti sem unnið er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur dagsettur 3. mars 2010 og er hann í verki nr. 7223 númer S03. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145930. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
4.Hvammskirkja 145896 - Umsókn um stofnun lóðar
Málsnúmer 1002194Vakta málsnúmer
Magnea V. Svavarsdóttir fyrir hönd Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins kt 5702691869, sækir með bréfi dagsettu 3. febrúar sl., um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 4.130,0 m² lóð út úr jörðinni Hvammi í Laxárdal, landnúmer 145895. Lóðin sem um ræðir hefur heitið Hvammskirkja 145896 hjá Fasteignaskrá Íslands. Lóðin er afmörkuð og hnitasett á framlögðum yfirlits-afstöðuuppdrætti sem unnið af Sigurgeir Skúlasyni landfræðingi. Uppdrátturinn er dagsettur 24. febrúar 2010. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
5.Kynning skipulagstillögu með fullnægjandi hætti
Málsnúmer 1003018Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 23. febrúar 2010 varðandi kynningu á skipulagstillögum, sbr 1. mgr. 17 gr. skipulags- og byggingarlaga. Bréfið er til allra sveitarstjórna og hér lagt fram til kynningar.
6.Staðfesting fundargerða án umræðu
Málsnúmer 1003025Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 1. mars 2010 varðandi afgreiðslu sveitarstjórna á fundargerðum. Bréfið lagt fram til kynningar.
7.Rammaáætlun - vatnsafl og jarðhitasvæði
Málsnúmer 1003120Vakta málsnúmer
Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði - 2. áfangi lögð fram til kynningar ásamt bréfi Svanfríðar Jónasdóttur formanns verkefnisstjórnar dagsett 8. mars 2010.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Sauðárkrókur rammaskipulag vinnufundur. Til fundar kom Hrafnkell Á. Proppé frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA vegna vinnu við rammaskipulag á Sauðárkróki. Fór hann yfir þá vinnu sem þegar hefur verið unnin og þær tillögur sem unnar hafa verið í framhaldi af íbúaþingi sem haldið var 23.11.2009. Á fundinn komu til viðræðna við nefndina fulltrúar UMFT þeir Gunnar Gestsson, Sævar Pétursson og Ómar Bragi Stefánsson. Lýstu þeir sjónarmiðum Umft varðandu framtíðar uppbyggingu íþróttaaðstöðu á Sauðárkróki og lýstu andstöðu við þær skipulagshugmyndir sem í kynningu hafa verið. Þá kom á fundinn Óskar Björnsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum Árskóla og þeim framtíðarplönum sem nú eru í gangi varðandi uppbyggingu skólans við Skagfirðingabraut.