Ályktun um millilandaflug til Akureyrar
Málsnúmer 1003144
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Páll Dagbjartsson leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsir fullum stuðningi við þá baráttu sem nú á sér stað m.a. hjá Markaðsskrifstofu Norðurlands, að koma á beinu millilandaflugi til Akureyrar." Tillaga Páls var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lögð fram ályktun frá aðalfundi Félags félags ferðaþjónustunnar um millilandaflug. Í henni segir m.a.:
Aðalfundur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði haldinn 10. mars 2010 skorar á Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefnd Akrahrepps að fylgjast vel með og taka virkan þátt í umræðum og aðgerðum er varða millilandaflug til Akureyrar.
Páll Dagbjartsson og Sigurlaug Konráðsdóttir óska bókað: Við tökum undir það sjónarmið sem fram kemur í ályktun Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði að beint millilandaflug til Akureyrar er mjög stórt hagsmunamál fyrir alla ferðaþjónustu á Norðurlandi.